Skírnir - 01.01.1928, Page 212
Skirnir]
Menntamál Sovjet-Rússlands.
205
unni um stéttabaráttuna og pólitískri hagfræði; en sérstaklega
eru þeir fræddir um hina sögulegu efnishyggju. í öllum
þessum greinum eiga þeir að lúka prófi eftir þrjú ár, og
er það rösklega gert. Stúdentar þessir nefnast Rabfaks,
og eru þeir allir af verkamanna-ættum, því að unglingum,
af borgara-ættum er meinaður aðgangur að þessum
skólum. Þeir mega engrar fræðslu verða aðnjótandi,
því að þeim er ætlað að sökkva til botns. Vitanlega
er flestum ókleift að afla sér nokkurrar verulegrar mennt-
unar í þessum skólum, þar sem allt helzt í hendur: eng-
inn undirbúningur, inargar og erfiðar námsgreinar og helm-
ingi skemmri námstími, en annars staðar í viðlíka skólum.
Enda er haft eftir Bucharin, sem talinn er bókvísastur
allra Bolsjevika, að árangurinn af vistinni á þessum skól-
um sé hraklegur: »Þeir læra allir fyrsta bindið af »Das
Kapitah (höfuðriti Karl Marx) eins og páfagaukar. En ef
einhver stúdent er spurður um, hvar Svíþjóð sé, þá rugl-
ar hann henni saman við norður-pólinn«. Nokkrir hinir
bezt- gefnu þessara manna þykja þó háskólatækir, en mjög
leikur orð á því, að séð sé gegnum fingur við þá við próf-
in á háskólunum. Síðan gerast þeir embættismenn Sovjet-
stjórnarinnar, en hinir, sem láta staðar numið við stúdents-
próf, eru hafðir til ýmissa starfa í þjónustu hins drottn-
andi flokks. Það mun vera tilgangurinn, að þessir Rabfaks
eigi að vera einskonar Jesú-hersveit kommúnista; enda eru
þeir forhertir í rétt-trúnaðinum. Bolsjevíkar virðast yfirleitt
hafa tekið sér Jesúmunka til fyrirmyndar í mörgum greinum.
í ræðu þeirri, sem Lenin hélt til ungra kommúnista 1919
og fyr var um getið, minnist hann á það, að borgarastéttin
brigzli sífelldlega kommúnistum um, að þeir afneiti öllu
siðalögmáli. Lenin kemst í uppnám og spyr: »Hvaða siða-
lögmáli afneitum vér? . . . Aðeins því siðalögmáli, sem
borgarastéttin prédikaði og sagði vera sprottið af guðdóm-
legum rökum! Vér svörum auðvitað, að vér trúum ekki á
þann guðdóm og að oss sé fullkunnugt, að prestar, lands-
drottnar og borgarar hafi allir talað í guðs nafni til
þess eins, að hagsmunum þeirra og fékúgun væri þá bet-