Skírnir - 01.01.1928, Page 213
206
Menntamál Sovjet-Rússlands.
[Skírnir
ur borgið. Eða ef þeir ekki sögðu siðalögmálið sprottið af
guðdómlegum boðorðum, þá byggu þeir það á »idealistisk-
um« eða hálf-»idealistiskum« málsháttum, sem alltaf minntu
á eitthvað, sem líktist guðdómlegri skipun. Vér afneitum
hverju því siðalögmáli, sem stafar frá flokkslausri (!) upp-
sprettu (klasslös kálla) utan mannheims .... Vér játum,
að það siðalögmál, sem vér' viðurkennum, er algerlega
háð flokksbaráttu öreiganna. Siðalögmál vort er sprottið
af baráttu-hagsmunum öreigalýðsins.......... Siðalögmál
kommúnista er siðalögmál, sem þjónar þessari baráttu«
o. s. frv. Ekki þarf orðum að því að eyða, að allt eru þetta
góðar og gamlar Jesúmunka-kenningar, sem Bolsjevíkar
hafa beitt út í yztu æsar. Hitt er meira vafamál, hvort þeim
hefir tekizt eins vel að nema uppeldis-aðferðir þessara meist-
ara sinna. Að mínnsta kosti hafa bæði háskólarnir og sumir
foringjar Bolsjevíka kvartað yfir því, að Rabfaks gefist ekki
vel. Þeir séu ofstopafullir hundavaðsmenn, ónýtir til há-
skólanáms og nálega ófærir til þess að gera skynsamlega
grein fyrir hugsunum sínum. Jesú-munkar gera lærisvein-
um sínum betri skil, áður en þeim eru falin störf í þarfir
reglunnar.
Loks er að geta þess, að Bolsjevíkar hafa komið sér
upp nokkrum nýjum háskólum við hlið hinna gömlu. Á
þeim háskólum mega engir stunda nám nema flekklausir
kommúnistar. Stjórn kommúnista-flokksins hefir bannað öll-
um inngöngu í þessa háskóla, sem hafa tekið próf við æðri
stofnanir en barnaskóla, því að þá er þó heldur von til að
borgaralegt illgresi hafi ekki fest rætur í hugum nemand-
anna. Þó er fáeinum stúdentum hleypt að, sem meiri
menntunar hafa notið og jafnvel lokið háskólaprófi, ef þeim
leikur hugur á að afla sér meiri þekkingar í hagfræði og
kenningum Karls Marx’. Tilgangur þessara háskóla er auð-
vitað sá að ala upp trúboða og starfsmenn fyrir flokkinn.
Skólarnir eiga að höggva til hráviðinn, svo að hann verði til
einhvers nýtilegur í þeirri þjóðfélagsbyggingu, sein verið
er .ð koma upp. Sagt er, að margar skynsamlegar náms-
aðferðir hafi verið teknar upp- við þessa skóla. Kennslan