Skírnir - 01.01.1928, Page 214
Skirnirj
Menntamál Sovjet-Rússlands.
207
fer að mestu leyti fram í samræðum milli kennara og
lærisveina, en fyrirlestrar eru ekki haldnir. En námstíminn
er svo stuttur, og slíkur skortur á hæfum kennurum, og
kennslan þar að auki svo einskorðuð við gaddfreðnar trú-
arkreddur kommúnista, að þess er engin von, að mennta-
líf geti þrifizt í þessum stofnunum, enda eru þær, eins og
margt annað á Sovjet-Rússlandi, alveg einstæðar í menn-
ingarsögu þjóðanna.
6.
Ekki má skiljast svo við þetta mál, að ekki sé nokk-
uð minnzt á afstöðu Bolsjevíkanna til grísk-kaþólsku
kirkjunnar. Þeir hafa kollvarpað og fótum troðið Zar-
dæmið, aðalinn og hina gömlu borgarastétt. En rúss-
neska kirkjan stendur enn. Bolsjevíkar hafa barizt á móti
henni, bæði með ofríki og stjórnviti. En þó standa kirkj-
urnar enn, bæði í bæjum Rússlands og um þverar og
endilangar bændabyggðirnar.
Saga rússnesku ríkiskirkjunnar er ófögur. Hún hefir á
liðnum öldum verið bæði þýlynd og drottnunargjörn, fjand-
samleg allri umbótaviðleytni, full af myrkri og ferlegum
trúarofsa. Það er óvíst, hvort réttara er að telja hana
verkfæri Zar-dæmisins, eða Zar-dæmið verkfæri hennar.
Það eitt er víst, að hún stendur enn, er allar aðrar mátt-
arstoðir hins forna þjóðfélags eru hrundar. Það er vafasamt,
hvort sjálf trúarbrögð hennar hafa átt djúp ítök í huga
almennings. Að minnsta kosti hafa alltaf verið geysi-fjöl-
mennir sértrúarflokkar á Rússlandi, sem hafa hatazt við
hana og engan veginn viljað beygja sig undir völd hennar
(sbr. Vöku II. 1. bls. 70—72). En ævagamlar venjur hennar
og helgisiðir hafa enn í dag feiknar-mikil völd yfir öllum
meginþorra landslýðsins. Einn af rithöfundum Bolsjevíka,
sem einna mest hefir fengizt við kirkjumálin, lýsir afstöðu
rússneska bóndans til kirkjunnar á þessa leið: »Kirkjurnar
og klaustrin, sem stóðu á fegurstu stöðuin Rússlands, voru
í augum bænda eins konar listasöfn, sem þeir heimsóttu
á pílagrímsferðum. Meðan bændaánauðin hélzt og lands-