Skírnir - 01.01.1928, Page 215
208
Menntamál Sovjet-Rússlands.
ISkírnir
drottnar fóru með bændur og sveitapresta eins og kvik-
fénað, litu bændur á prestana eins og eldri og vitrari
bræður sína. Eftir að bænda-ánauðin var numin úr lögum,
hélzt þessi hugsunarháttur bænda lengi.«
Lenin og öðrum jafnaðarmönnum var það ljóst frá
upphafi, að kirkjan myndi reynast þeim örðug viðfangs.
Lenin var það stöðugt umhugsunarefni, hverjum brögðum
skyldi beita hana. í ritgerð, sem hann samdi 1905, ræðir
hann allt þetta mál me.ð kaldri skarpskyggni. Hann segir,
eins og aðrir jafnaðarmenn, að trúarbrögðin eigi að vera
einkamál, en slær þann varnagla, að þetta nái ekki til jafn-
aðarmannaflokksins. Rikið má ekkert skifta sér af trúmál-
um, hvorki með fjárframlögum né á annan hátt. En um
jafnaðarmenn gegni öðru máli. Þeir séu flestir guðleysingj-
ar og ætli sér að leysa verkalýðinn úr efnalegri og and-
legri ánauð. Flokkur þeirra geti því ekki verið hlautlaus um
trúmál, — það sé skylda þeirra að berjast gegn öllum trúar-
brögðum. »í vorum augum er þessi barátta ekki einkamál,
heldur málefni alls flokksins, málefni alls öreigalýðsins«.
Þá er Lenin hafði fengið völdin í hendur, gerði hann
þegar skilnað ríkis og kirkju. Því næst svifti hann kirkjuna
öllum eignum hennar föstum og lausum og gerði þær að
ríkiseign. Var það of fjár og kom sá auður Bolsjevíkum að
góðu haldi á hinum fyrstu byltingarárum. Á Rússlandi höfðu
verið 17 erkibiskupar, 60 biskupar, 141 þús. presta, 58 þús.
klaustralýðs. Öll sú hjörð varð nú að leita á náðir safnað-
anna, eða fara á kaldan klaka. En Bolsjevíkar gerðu um
leið ýmsar ráðstafanir til þess að friða landslýðinn, svo að
hann risi ekki öndverður gegn þessum býsnum. Sumstaðar
leigðu þeir söfnuðunum kirkjurnar með vissum skilyrðum.
Og oft míðluðu þeir nokkru af kirknaeignunum til þess að
seðja hungur bágstaddra og bæta úr brýnustu þörfum al-
múgans.
í stjórnarskrá Bolsjevíka er ákvæði um fullkomið trú-
frelsi, en annað hefir viljað verða ofan á, er til framkvæmd-
anna hefir komið. Ríkið ræður yfir öllum blöðum, tímaritum,
samkomuhúsum og skólum, og neytir þess valds til þess