Skírnir - 01.01.1928, Side 217
Hugvekja.
Snorri Sturluson segir í Skáldskaparmálum: »Hvernig
skal kenna manninn? Hann skal kenna við verk sín, þat
er hann veitir eða þiggr eða gerir; hann má ok kenna til
eignar sinnar, þeirrar er hann á ok svá ef hann gaf; svá
ok við ættir þær, er hann kom af, svá þær, er frá honum
komu«.
í fljótu bragði virðist þetta ekki annað en leiðbeinfng
um mannkenningar handa skáldum, en ef betur er að gáð,.
þá eru þarna tekin fram þau sjónarmið, er mestu varða,.
þegar lýsa skal manni eða meta hann. Fyrst eru verkin,
en þau geta verið fólgin í því að veita eða þiggja eða
gera, þ. e. búa til. í raun og veru getum vér ekkert, er
eigi megi heimfæra undir eitt af þessu þrennu, því að ein-
mitt í þessu er líf vort fólgið. Eign manns einkennir hann
fyrir þá sök, að hún er tæki, er gefa honum afl og áhrif
fram yfir það, er hann hefir af sjálfum sér. Hún sýnir og
löngum smekk hans, hverju hann hefir mætur á, og ekki
einkenna siður þær eignir, sem gefnar eru, sé það satt,.
sem mælt er, að hver sé sínum gjöfum líkastur. Loks eru
ættirnar. Samanburður við forfeður og niðja verpur allt af
nokkru ljósi yfir eðli manns.
Þessi sjónarmið koma alveg eins til greina, þegar lýsa
skal þjóð, því að þjóð er samfélag einstaklinga, og athafnir
þjóðar eru jafnan athafnir einstaklinga hennar samanlagð-
ar. Ef vér því viljum lýsa þjóð eða meta hana, gera oss
Ijóst, hvort hún stendur hátt eða lágt í samanburði við
aðrar þjóðir, þá verðum vér að líta á það, hvað hún þigg-
ur eða gerir eða veitir, svo og á eign hennar og ætt.
Hvað þjóðin þiggur og þar með þarfir hennar, sjáum