Skírnir - 01.01.1928, Side 218
Skírnir]
Hugvekja.
211
vér að miklu leyti aí hagskýrslunum. Af þeim mundi sjást„
hve miklu þjóðin ver til hverrar þarfarinnar, hvort hún er
hófsöm eða eyðslusöm, hvort hún etur og drekkur sér til
dómsáfellis, hvort hún sækist eftir því, sem hollt er eða
óhollt, nytsamt eða fánýtt. Allt bregður þetta nokkru Ijósii
yfir eðli og ástand þjóðarinnar, ef vel er að gáð, en sér-
staklega yrði það fróðlegt að athuga hlutfallið milli þess,
sem þjóðin ver til líkamlegra nautna, og hins, sem varið er
til andlegra nautna. Hver er þá munurinn á andlegri nautn
og líkamlegri? Hann er meðal annars sá, að andlegar nautn-
ir eru aðallega tengdar við sjón og heyrn, en líkamlegar
við ilman, smekk og tilfinningu, svo að vér höldum oss
við hina fornhelgu fimmskiftingu. Líkamlegar nautnir eru
staðsettar í líkamanum sjálfum. Það, sem njóta á, verður
að snerta hann eða samlagast honum. Þess vegna eru
þær nautnir svo eigingjarnar, hver vill vera ein um sína hitu,
sér um sopann, bitann, ilminn, kossinn, hvíluna. Þar verður
hver öðrum þrándur í götu. Öðru máli gegnir um andlegu
nautnirnar. Þess, sem sjón og heyrn nær til, geta að jafn-
aði margir notið samtímis hver öðrum að meinlausu, og
jafnvel betur saman en einir sér. Flestir munu t. d. njóta
fagurs söngs eða yndislegs útsýnis enn betur þar sem
margir eru saman, af því að hrifning eins hrífur á annan.
Og augu og eyru eyða ekki því, sem þau sjá og heyra,
eins og munnur og magi því, sem fer inn fyrir »girðingu
tannanna«, sem Hómer talar um. Andlegu nautnirnar eru
sem eldsloginn, er Móse sá í þyrnirunninum, þegar hann
talaði við Drottin: runnurinn stóð i ljósum loga, en brann
ekki. Þær ná til þess, sem varanlegast er og þær eru öðr-
um að meinalausu.
Ef vér höfum þetta hugfast, þá er auðsætt, að hlut-
fallið milli andlegra og líkamlegra nautna mundi mjög ein-
kenna hvort heldur er einstakan mann eða heila þjóð. Því
meiru sein varið væri til andlegra þarfa að tiltölu við
líkamlegar þarfir, því meiri mundi menningarþroskinn og
því dýrari arfurinn, sem komandi kynslóðir fengju.
Tvent kemur til greina um hvern hlut og hvert verk„
14*