Skírnir - 01.01.1928, Side 219
212
Hugvekja.
[Skirnir
Fyrst það, hvernig það svarar aðaltilgangi sínum. Vér
viljum t. d. að rakhnífur bíti, að á lampa logi vel, að
seglbátur sigli vel, að letur sé læsilegt, að kenslubók
fari rétt með efni og sé skiljanleg o. s. frv. En hve vel
sem hlutur svarar aðaltilgangi sínum, fullnægir þeirri þörf,
sem hann er sjerstaklega gerður fyrir, þá getur hann fyr
eða síðar fallið úr gildi, er þarfirnar breytast. Rakhnífar
hverfa, ef menn einhverntíma hætta að raka sig, eða
vilja ekki sjá annað en rakvélar. Grútarlampar urðu að
þoka fyrir olíulömpum, og olíulampar hverfa á sínum tima
fyrir raflömpum, seglbátar fyrir hreyfilbátum. Svona er
saga nálega hvers tækis, er til væri nefnt. Og þó geta
slíkir úreltir hlutir verið dýrmætir, ef þeir fullnægja annari
varanlegri þörf en þeirri, sem þeir voru upphaflega gerðir
fyrir. Slík þörf er fegurðarþörfin. Hnífur, lampi, bátur getur
hver um sig verið svo fallega lagaður, að unun sé á að
horfa. Gamlir grútarlampar geta verið augnayndi nútíðar-
manna og jafnvel endurfæðst i ódauðlegu listaverki, svo
sem í lampa Einars Jónssonar. Langoftast er fegurð slíkra
hluta bein afleiðing af því, hve vel þeir svara tilgangi
sínum. Þar sem allt lýtur einni hugsun, einu marki, verður
samsvaran, eining, fegurð. Letur með allskonar óþörfu
krummsprangi verður ófegurra um leið og það verður ó-
læsilegra. Óþarfar málalengingar spilla ræðu og riti jafnt
fyrir því, þótt rétt sé sagt frá og ljóst málið. Nálega hver
hlutur sem er gæti að líkindum átt sér eitthvað af fegurð
hagkvæmninnar. Og elztu mannaverk sýna, að mennirnir
hafa frá alda öðli verið gæddir fegurðarskyni og því reynt
að fegra hlutina, um leið og þeir voru eftir mætti látnir
svara tilgangi sínum. Fegurðin varð þannig aukatilgangur,
og í samræming þessa tvenns: hagkvæmni og fegurðar,
nær hver hlutur fyllstri fullkomnun.
En fegurðin lifir oft lengur en hagkvæmnin. Lítum t. d.
á íslenzku askana. Þeir voru sómasamleg matarílát á
sinni tíð, sniðnir eftir þörfum sveitalífsins, jafnvel fallnir
til að standa uppi á baðstofuhillu og verja matinn ryki
og fluguin, eins og til að bera þá með sjer á engjarnar.