Skírnir - 01.01.1928, Side 221
214
Hugvekja.
[Skirnir
hefir verið á liðnum öldum, eimir ekki annað eftir en lýs-
ingin af réttunum í matreiðslubókum, það sem hún nær.
En slíkar lýsingar eða reglur eru að vísu einskonar fræ,
«r réttirnir geta sprottið af á ný, þegar menn vilja.
Af þeim hlutum, sem í eðli sínu eru geymanlegir,
hirðir nú mannkynið ekki til lengdar um annað en það,
sem fullnægir einhverri varanlegri þörf. Hitt fellur í gleymsku,
«r úr sögunni.
Ef vér vikjum nú aftur að sjónarmiði Snorra og lítum
á það, hvað maður eða þjóð gerir eða veitir, þá höfum
vér í því, sem þegar er sagt, bendingu um það, hvernig
meta skal það, sem gert er eða veitt. Sú þjóð mundi
verða talin merkilegust, er að tiltölu við fólksfjölda gerði
mest af þeim hlutum, er varanlegt gildi hafa. Hlutur, sem
getur verið uppspretta gagns og yndis hverri kynslóðinni
•eftir aðra, verður auðvitað að teljast meira virði en sá,
sem aðeins hefir gildi fyrir líðandi stund.
Gerum þá sem snöggvast ráð fyrir, að þjóð reyndi að
lifa eftir þeirri reglu að skapa sem mest af hlutum, er
hefðu varanlegt gildi. Hvernig mundi hún fara að?
Þess er þá fyrst að gæta, að hún getur ekki nema að
nokkru leyti átt frjálst val um það, hverjar tegundir hluta
hún býr til, því að margar þeirra eru lífsnauðsynjar, svo
sem matur og drykkur, klæðnaður, hús, verkfæri, samgöngu-
tæki o. s. frv. En eins og vér höfum séð, þá er við hvem
hlut eitthvað, sem í eðli sínu er geymanlegt, og einmitt
því mundi verða reynt að gefa varanlegt gildi.
Þjóðin mundi fyrst og fremst gæta þess að eyða ekki
meiru í munn og maga en nauðsynlegt væri til heilbrigði
•og vellíðunar. Hins vegar mundi hún leggja hina mestu
stund á að afla sér sem fullkomnastrar þekkingar á því,
hvernig gera mætti sem hollastan og ljúffengastan mat,
sérstaklega af innlendum efnum, og sú þekking yrði því
varanlegri arfur, sem hún væri fullkomnari.
Viðleitnin, á því að gera sem mest af hlutum, er hefðu
varanlegt gildi, mundi yfirleitt leiða til þess, að menn öfluðu
sér sem fullkomnastrar þekkingar til allra framkvæmda,