Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 222
Skirnir]
Hugvekja.
215
því að hlutir falla langoftast í gildi fyrir þá sök, að þeir
hafa ekki verið gerðir af nægri þekkíngu. Jafnskjótt og
menn t. d. fyrir aukna þekkingu gera hagkvæmari og holl-
ari hús en áður, falla þau hús í gildi, er gerð voru af minni
þekkingu og því svöruðu þörfunum ver.
En jafnframt mundi hugsað um að gera hvern hlut svo
fagran sem aðstæður leyfðu, því að af tveim jafnhentugum
hlutum mundi sá fegurri jafnan talinn meira virði, og feg-
urðin getur eins og áður var sagt gefið hlutunum gildi, jafn-
vel þegar hætt er að nota þá eftir upphaflegum tilgangi
þeirra. Fátt er sorglegra um að hugsa en það, að þótt það
kosti oft og tíðum engu meira fé eða fyrirhöfn að gera
hlut bæði hentugan og fagran, þá er hann engu að síður
gerður óhentugur og ljótur. Slíkt mundi verða æ fátíðara
eftir því sem menn temdu sér betur að hugsa altaf um
varanlegt gildi hlutanna. Sannleikurinn er sá, að langflestar
yfirsjónir koma af hugsunarleysi. Undir eins og menn fara
að spyrja sjálfa sig, eru þeir komnir góðan spöl áleiðis að
svarinu. Mismunandi dómar manna um fegurð hluta koma
miklu sjaldnar en ætla mætti af mismunandi smekk, heldur
miklu fremur af því, að menn gera sér ekki allir jafn glögga
grein fyrir hlutunum, gera sér þá ekki nægilega innlífa.
Það kostar oft mikinn samanburð og langar tilraunir, þótt
ekki sé annað en að finna liti, er fari vel saman. En flestir
mundu þó treysta sér til að velja liti saman, svo að
þeir væru ánægðir með og gætu ekki betur gert. Þegar
því stigi er náð, að maður þykist með engu móti geta
breytt til batnaðar, þá verður þar við að standa, hvort
sem öðrum þykir fagurt eða ófagurt. Það er ekki heimtandi
af neinum, að hann beri ábyrgð á viti og smekk annara
en sjálfs sín. Þess vegna ætti hver og einn að fara eftir
sínu viti og smekk um það, sem hann má ráða. Með því
móti hefir hann gert sitt til að finna og skapa varanlegt
gildi, að minnsta kosti fyrir þá, sem eru eins gerðir og
sjálfur hann.
Auðsætt er, að vísindi mundu blómgast þar sem hugsjón
varanleikans sæti að völdum, ekki einungis vegna þess, að