Skírnir - 01.01.1928, Síða 223
216
Hugvekja.
[Skirnir
þau eru oft skilyrði þess, að hægt sé að gera hluti, er
hafi varanlegt gildi, heldur og fyrir þá sök, að þau eru
sjálf ásamt listunum varanlegust allra mannlegra gæða
og fullnægja þörf, er verður því ríkari sem þroskinn verð-
ur meiri, en það er skilningsþörfin.
Jafnframt vísindunum mundu allskonar listir og iþróttir
verða kærasta viðfangsefni þjóðarinnar, því að ekkert hefir
varanlegra gildi en sannarlegt listaverk. Hvernig sem smekk-
ur manna og líkamlegar nautnir breytast daglega, þá eru
þó kvæði Hómers enn ung og yndisleg eftir 3000 ár, og
forngrísk myndalist og húsgerðarlist augnayndi, þrátt fyrir
aldirnar sem liðnar eru. Enn eldri íþróttir, svo sem spjót-
kast eða bogaskot, eru enn þá iðkaðar með sömu gleði og
fyrir þúsundum ára, þrátt fyrir það, þótt spjót og bogi séu
fyrir löngu úr tölu nauðsynlegra hluta.
Varla þarf langt mál til að sýna það, að allur þroski
þjóðarinnar mundi vaxa að sama skapi sem hún legði stund
á það að gefa hverjum hlut sem varanlegast gildi. Menn-
irnir þroskast á því einu, að reyna alltaf að gera betur og
betur, unz ekki verður um bætt. En einmitt sú viðleitni
veitir jafnframt mesta starfsgleði. Vér þurfum ekki annað
en minnast þess, með hve mikilli ánægju menn neyta fyllstu
orku í hverskonar kappleikum. En kappið kemur allstaðar
þar til greina, sem menn teygja sig lengra en auðvelt er
að ná, allstaðar þar sem menn stjórnast af hugsjón.
Varla er hægt að nefna svo lítilfjörlegt verkefni, að
hugsjón varanleikans ætti þar ekki við. Bóndi, sem í fátækt
sinni gerir sér fjárkofa eða baðstofu af litlum efnum, mundi
ef til vill telja sjer ofætlun að gefa þeim varanlegt gildi,
og þó væri vel hugsanlegt, að húsið væri svo haganlegt,
svo mikið samræmi í tilgangi þess, tilhögun og efnivið, að
það gæti verið til fyrirmyndar um ókominn aldur öllum
þeim, sem gera sér hús af sama efni og í líkum tilgangi.
Ég hefi séð á einum bæ svo fallega taðhlaða, að þeir voru
sönn listaverk að formi, jafnframt og þeir voru vel fallnir
til að geyma taðið sem bezt. Mynd af þeim mætti vel