Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 224
Skírnir]
Hugvekja.
217
standa við hliðina á myndum af listaverkum úr miklu dýrara
efni. —
En mundi ekki þessi hugsjón um varanlegt gildi sem
flestra hluta vera úrelt nú? Gengur hún ekki einmitt i öf-
uga átt við stefnu tímans? Er ekki breytingin æðsta boð-
orð vorra tíma? Nær ekki tízkan til fleiri og fleiri hluta?
Fyrir einu eða tveimur árum skrifaði ungur íslenzkur höf-
undur lofsöng um tízkuna. Hann leitaðist við að sýna, hve
nauðsynlegt það væri fyrir oss að tolla í tízkunni, svo i
Ijóðagerð sem í hárskurði, og komst loks að þeirri niður-
stöðu, að tízkan væri guð. Hvað sem því líður, þá er víst,
að boðorð tízkunnar eru af mörgum ekki minna virt en
þótt þau væru boðorð guðs. Það er því vel þess vert að
gera sjer grein fyrir, af hvaða toga breytíngar tízkunnar
eru. Er þá undir eins augljóst, að þær eru langsjaldnast
sprottnar af því, að menn finni alltaf hluti, er samsvari betur
tilgangi sínum en áður. Ef vér t. d. gerum ráð fyrir því,
að pils sje til skjóls og fegurðar, þá er óhugsandi, að sá
tilgangur náist annað árið með því að hafa það dragsítt
og svo vítt, að það gæti verið margra manna íbúð, en hitt
árið með því að hafa það stutt og þröngt, svo að nærri
stappi hafti, en eins og allir vita, hvarfar hvaða tízka sem
er milli slíkra öfga. Sannleikurinn er sá, að hvorki hag-
kvæmni né fegurð ræður tízkunni til lengdar, heldur ann-
arsvegar hagsmunir kaupmanna og framleiðanda, en hinsveg-
ar breytingagirni manna og ósjálfstæði í smekk og hugsun.
Kaupmönnum og framleiðendum er það beinn hagur að
skifta um snið, lit og gerð á fárra mánaða fresti, fella þar
með í gildi það, sem þeir voru nýbúnir að selja, og neyða
þann veg viðskiftavini sína til að kaupa nýtt — eða drag-
ast aftur úr að öðrum kosti. Það er auðsætt, að með því
að dansa eftir slíkri pípu, afsala menn sér sjálfdæmi um
það, hvað hagkvæmt sé eða fagurt, og gerast annara þrælar.
Aldrei mundi nokkur íslenzk kona, sem sjálf hefði átt að
hugsa sér upp fótbúnað til að hafa hér á vetrum, hafa
fundið upp á hælaháum skóm með þunnum sólum, og svo
næfurþunnum silkisokkum, því að enginn fótabúnaður getur