Skírnir - 01.01.1928, Síða 225
218
Hugvekja.
jSkimir
verið óhentugri til að vaða elginn á götunum, og hverjum
óspilltum manni verður kalt af að horfa á þetta. En svona
búnaður þykir nú sjálfsagður hér, þegar hann er tízka í París!
Hve fáránleg mörg tizka hefir verið, verður hverjum manni
Ijóst, er blaðar í sögu búninganna frá ýmsum timum. Allur
fjöldi þeirra virðist nú eins og hver annar skrípabúningur,
sem vandséð er, hvaða fegurð hefir í sér fólgna. Aftur eru
einstöku búningar, er hrífa oss með einkennilegum töfrum,
af því að þeir eru í samræmi við sígild lög hagkvæmni
eða fegurðar og ávöxtur af heilbrigðri íhugun og smekk.
En fleira er á valdi tízkunnar en búningur manna.
Hennar gætir í húsbúnaði, mataræði, skemmtunum, bókmennt-
um, listum; en því tíðari sem sveiflur tízkunnar verða í
hverju sem er, og því víðar sem þær ná um heim, því
skýrari vottur eru þær um ósjálfstæði manna í hugsun og
smekk. Svo sem heiminum nú er háttað, þá er allmikill
munur á ýmsum þjóðum, ekki síður en þeim löndum, er
þær byggja.Hver þjóð hefir þroskast nokkuð á sinn sér-
staka hátt, eftir eðli sinu og aðstæðum, á sína sögu, sína
lifnaðarhætti, sinn hugsunarhátt, siði og venjur, sem allt
er eitthvað frábrugðið annara þjóða. Það sem á vel við í
því landi, sem það er upprunnið í. á því alls ekki að sjálf-
sögðu við í öðru Iandi, sem að ýmsu leyti er á annan veg
háttað. Það er ekki víst, að húsbúnaður, sem fer vel á ensku
heimili, eigi eins vel við á íslenzku heimili, þar sem húsum
er öðru vísi háttað. Það er ekki víst, að mataræði, sem vel
á við í Danmörku, eigi eins vel við hér, þar sem hvort
landið hefir sitt að bjóða. Það er óvíst, að rímleysa, hátt-
leysa og Æru-Tobba-stíIl fari vel íslenzkum ljóðum, þó að
einhver skáld annara þjóða leiki sér að þessháttar um skeið.
Sú ein menning verður nokkurs virði, sem á sér djúp-
ar rætur í eðli og aðstæðum þeirrar þjóðar, er skapar
hana. Þetta ætti raunar að liggja í augum uppi. Hver
uppvaxandi kynslóð mótást ósjálfrátt af því, sem fyrir er,
og þegar hún fer sjálf að skapa nýtt, kemur ættarmótið
fram, svo framarlega sem unnið er af einlægni og ekki
eftirhermu. Að visu hafa útlend áhrif á öllum öldum verið