Skírnir - 01.01.1928, Side 227
220
Hugvekja.
[Skírnir
skoða sumar þær nýjungar og lita íremur á það, hvað
er hollt og skynsamlegt, en hitt, hvernig aðrir hafa
það, þar sem öðru vísi stendur á. Ég get ekki stillt mig
um að benda á grein eftir dr. Björgu Þorláksson í Vöku,
um »matargerð og þjóðþrif«. Hún segir meðal annars:
»Það virðist alleinkennilegt að sjá, að meðan heilbrigð
íslenzk skynsemi húsmæðranna var ein um hituna við
matargerðina, þá var allur matur búinn til því sem næst í
fullu samræmi við kröfur þær, er fullnaðarþekking á melt-
ingu og nothæfi matvælanna fyrir líkamann setur. En síð-
an íslenzkar stúlkur fóru að sækja matarvit og matreiðslu-
aðferðir til Dana, hefir þetta gjörbreytzt«.
Svona hlýtur langoftast að fara, þegar menn fleygja í
hugsunarleysi frá sér því, sem þeir eiga, og gína við því,
sem aðfengið er, eingöngu af því að það er þeim nýtt.
Reglan ætti að vera sú, að skifta ekki um fyr en sterkar
líkur þættu til, að breytt yrði til batnaðar.
Hér er ekki um það að ræða að útiloka oss frá sam-
neyti við aðrar þjóðir og hætta að læra af þeim. Slíkt
væri fjarstæða. En það, sem vér eigum fyrst og fremst að
læra af þeim, eru rannsóknaraðferðir þeirra, visindi þeirra,
til þess að geta hugsað sjálfstætt og af viðsýni um þau
verkefni, sem leysa þarf hér á landi. Það er allt annað
en að gera allt, sem þær gera. Vér eigum að skilja, að
aðrar þjóðir eiga sér margt, sem oss væri engin bót að
eiga, og að því, sem oss reynist vel, eigum vér að halda,
hvort sem öðrum þykir það nokkurs virði eða ekki: »Heyra
má ek erkibiskups boðskap, en ráðinn er ek í at halda
hann at engu, ok eigi hygg ek at hann vili betr né viti,
en mínir forellrar: Sæmundr hinn fróði ok synir hans. Mun
ek ok eigi fyrirdæma framferðir biskupa várra hér í landi,
er sæmdu þann landssið, at leikmenn réðu þeim kirkjum,
er þeirra forellrar gáfu guði, ok skildu sér vald yfir ok sínu
afkvæmi«. Þessi orð Jóns Loftssonar við Þorlák biskup eru
ævarandi minnisvarði þess anda, er skapaði frumlegustu
menningu, sem vér höfum átt. Kirkjan var einhver hin al-
þjóðlegasta stofnun og formfastasta, sem uppi hefir verið,