Skírnir - 01.01.1928, Page 228
Skíruir]
Hugvekja.
221
en forfeður vorir leyfðu sér að sníða hana mjög eftir
íslenzkum bjóðháttum og treystu meir sínu viti og for-
feðra sinna en útlendra kirkjuhöfðingja. Af slíkum anda
ættarþóttans og sjálfstraustsins hófst vor forna menning,
sem í sumum efnum var svo frumleg, að hún er enn ung
og í fullu gildi. Ef vér viljum skapa eitthvað álíka frum-
legt og varanlegt, þá verður það naumast með bví að apa
hugsunarlaust eftir öðrum — slík menning yrði aldrei annað
en »stolinstefja« — heldur með þvi að hvessa sjónir á verk-
efnin sjálf og reyna að leysa þau eftir því sem vér höfum
vit og smekk til. —
Hvergi er heilbrigðum vexti menningarinnar betur lýst
en í hinum merkilegu orðum Hávamála:
Þá namk frævast
ok fróðr vera
ok vaxa ok vel hafast;
orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki verks.
Það er eftirtektarvert, að hér er fyrst talin frjósemin:
»Þá namk frævast«, því það er einmitt einkenni heilbrigðrar
menningar, að hún er frjó, að eitt verkið sprettur af öðru,
en ættarmótið á öllu helzt, hve mikil sem fjölbreytnin
verður. Kynblendingum hættir til ófrjósemi, og það því
fremur, sem foreldrin eru fjarskyldari. Svo er og um bast-
arðmenningu. Hún verður sundurleit og ófrjó.
Hér erum vér þá ósjálfrátt komnir að síðasta atriðinu,
er Snorri telur, en það var ætternið. Hvað verður af lind-
inni, ef uppsprettan spillist? Hvað verður af ávöxtunum, ef
tréð fúnar? Fyrsta og síðasta skylda þjóðarinnar er að
gæta þess, að kynstofninn spillist ekki, heldur batni, ef unt
er, að verfeðrungum fækki og föðurbetrungum fjölgi. Með
þeim hætti verður þjóðin langlíf í landinu og skapar þar
varanleg verk.
Guðm. Finnbogason.