Skírnir - 01.01.1928, Page 229
Smávegis
1. Simul.
í visu Egils Skallagrímssonar »Erfingi ræðr arfi« koma fyrir
orðin »simla sorgar«, er ekki hafa verið skýrð svo að við megi una.
Beinast virðist, að »simla sorgar« sé gulls- eða auðskenning og að
taka mætti saman: »nærgis ek get goldit hánum slík rán simla
sorgar«. (Sbr. Svá skyldi goð gjalda . . . rán mins féar hánum).
Ég held nú, að fyrir »simla« eigi að standa Simlar, eignarfall af
Simul, er beygist eins og Skögul, Göndul o. s. frv., en að Simul
sé eitt af nöfnum Freyju. »Simlar sorg« væri þá hliðstætt »Mardallar
grátr«, »Freyju tár« o. s. frv., og verður það varla talið ofdjarft, að
hafa sorg fyrir grát eða tár í kenningu. Simul er eitt af tröllkvenna
heitum, en svo er og um Hörn, sem er nafn á Freyju, og vel leizt
jötnum löngum á Freyju. En hví mundi Freyja heita Simul? Ég held.
að Simul sé fyrir Svimul (sbr. svima = synda, á sænsku sim(m)a),
en Svimul væri sú, er ætti vanda til svima, og mundi Freyja hafa
verið kölluð svo sakir þess, að hún hafi verið gædd miðilsgáfu og
oft fallið i dá, svo sem vandi er til um seiðkonur á öllum öldum.
Snorri segir í Ynglingasögu: »Dóttir Njarðar var Freyja; hon var
blótgyðja; hon kenndi fyrst með Ásum seið, sem Vönum var títt«.
(4. kap.). — »En þessi fjölkynngi, ef framið er, fylgir svá mikil ergi,
at eigi þótti karlmönnum skammlaust við at fara, ok var gyðjunum
kend sú íþrótt«. (7. kap.). — Er vel skiljanlegt, að fornmönnum
hafi þótt það ókarlmannlegt að liggja ósjálfbjarga í dái og engjast
sundur og saman, svo sem títt er um seiömenn og seiðkonur ýmsra
villiþjóða. (Sjá t. d. greinina um Shamanism i Hastings Encyclo-
pædia of Religion and Ethics). Eitt af nöfnum Freyju var og Skjálf,
og mun það bera að sama brunni. Þegar Sinfjötli í Völsungakviðu
kallar Goðmund »simul«, þá er það í samræmi við annan argskap,
er hann brigzlar honum um: »Þú vart völva í Varinseyju« o. s. frv.
í vargynjuheitum kemur fyrir orðið svimul, en í einu handriti er það
ritað simul, er bendir til, að mjótt er mundangshófið milli þessara
tveggja orðmynda. Loks má minna á stöngina Simul, er Bil og
Hjúki báru sáinn á á öxlum sér. Frummerkingin í að svima mun
vera að riða til, og er þá nafnið Simul = Svimul tilvalið um
stöngina.