Skírnir - 01.01.1928, Side 230
SkírnirJ
Smávegis.
223
2. Visurnar i Skáldasögu.
í »sögu skálda Haralds konungs hárfagra« i Hauksbók eru þrjár
visur, sem ekki hefir enn tekizt að skýra svo að i lagi sé. Sagan
segir skemmtilega frá því, hvernig visurnar urðu til. Haraldur kon-
ungur var eitt sinn á veizlu með Ingibjörgu hinni auðgu frændkonu
sinni á Hústöðum á Norðmæri. Skáld þrjú voru með konungi, Auðun
illskælda, Ölvir hnúfa og Þorbjörn hornklofi. Ekkjan þjónaði sjálf
og var veizlan hin bezta. Hún var væn kona og hin kurteisasta.
Hún skenkti Auðuni eitt dýrshorn um kveldið. Hann tók hönd hennar
með horninu og mælti: »Þú ert frið kona og stórvel lízt mér á þig
og ef þú vilt að eg sofa hjá þér í nótt, þá vil eg gefa þér gull-
hring þenna og þar með marga hluti aðra, ef þú vilt þiggja«. Það
varð úr, að hún sagði honum að koma til skemmu sinnar, er þriðj-
ungur væri af nótt, og skyldi þá hurð vera opin. Sömu sögu er að
segja af hinum skáldunum. Hún setti þeim stefnu í skemmu sinni
um nóttina, en hvorum á sínum tima. En er skáldin komu að skemm-
unni, var hún lokuð, og er þeir ætluðu út aftur, lokaðist skíðgarðs-
hliðið. Sat hver þeirra þar sem kominn var það sem eftir var nætur
og vissi engi til annars. Engi þeirra hafði fleiri klæði en linklæði
og eina yfirhöfn. Veður var kalt og frost mikið. Sina visu hafði
hvert skáldið ort um- nóttina millum hurðanna. —
■ Skal nú reynt að skýra þær, og set ég þær fyrst stafréttar eftir
útgáfu Finns Jónssonar, en tek þær síðan upp með venjulegri staf-
setningu og með þeim smábreytingum, er ég tel sennilegar.
Au ð u n :
Stoðv xer vnd viðv/n
vindar tjalgv linda
herkó’ hyriar serkia
hve of viællti þaf bellti
þut hyG hrafn fiotvrs hvottv
hlakk fankað mey racka
ibar skelfis bialfa
bivgs þá raman smivga.
Vér stóðum und viðum tjölgulinda vindar; hve herkir serkja
hyrjar vélti of þat belti, þat hygg hrammfjötrs Hlökk hvöttu; fankat
þá rakka mey smjúga í raman barm bjúgs bjalfaskelfis.
Tjalga = viðargrein, lindi = belti, tjölgulindi vindar = skið-
garður. Til skýringar þessari kenningu má minna á kenningarnar
»vindker« og »hreggþjalmi«, sem báðar merkja himin; svo sem kerið
lykur um vökvann, eða snaran (þjalmi) um það, sem i henni er
þannig lykur himininn um vindinn og heftir hann, setur honum
skorður. Þannig virðist þetta hugsað. En »vindarlindi« er jafngóð