Skírnir - 01.01.1928, Page 231
224
Smávegis.
|Skírnir
himinskenning og »hreggþjalmi«. Tjölgulindi vindar væri þá = viðar-
greinahiminn, og það er saemileg kenning fyrir skíðgarð, því að
skíðgarður er ekki ólíkari himni en ker eða snara; allt er það opið
upp úr! Herkir = jötunn; serkur = hjaldrserkr = brynja; hyrr
= eldur; serkja hyrr = sverð; jötunn sverðs = maður, (þ. e. sá,
sem lokaði skíðgarðinum; »kennt er ok við jötna heiti. ok er þat
flest háð eða lastmæli«, segir Snorri, og er það ekki að undra, þó
að skáldið kenndi illa þann, sem lokaði hann inni); véla of e-ð
= fara (hrekkvíslega) með e-ð; fyrir »hrafnfjötrs« set ég hramm-
fjötrs, því að bersýnilegt virðist, að hrammfjötrs hefir verið mislesið
hramnfjötrs og síðan ritað hrafnfjötrs; hrammfjötr = armband, hramm-
fjötrs Hlökk = kona. Fyrir »ibar« set ég »í barm«; bjalfi = loð-
feldur; bjalfaskelfir er ágæt kenning til að lýsa skáldinu skjálfandi
í næturkuldanum. Að fyrri og síðari vísuhelmingur eru þarna tengdir
saman, fer ekki ver, þótt fátítt sé, en t. d. í vísu Hallfreðar: »Svá
nökkvi verðr sökkvis«.
Efni vísunnar verður þá á þessa leið:
Ég stóð undir víðum skíðgarði; hve vélsamlega mannþursinn
fór með það belti (þ. e. skíðgarðinn, sem hann lokaði), það hygg
ég hafi verið af hvötum konunnar; ekki fann ég þá hina djörfu
mey smjúga í minn sterka faðm, þar sem ég stóð auðmjúkur og
hristi bjálfann.
Ö1 vi r:
Lavgþis hefer of lagða
lavk friQ dain avgna
skiall valldaðar skallda
skíðgarðr saman hvarma
ok bandvaniðr blvndar
beckiar hiortr i rekkiv
þvi hefi ek fyrgnar fyris
fiongolf dainn sionvm.
Dáin laug-lögðis Frigg hefir of lagða saman augna hvarma;
skiðgarðr skaldavaldaðar skall; ok bandvaniðr bekkjar hjörtr blund-
ar i rekkju; því hefi ek dáinn fjón fýrisgólf Gnár fyrir sjónum.
Dáin = hneigð til að dá, fljóttekin; lögðir mun að vísu ein-
göngu talið sverðsheiti, en þarna virðist merking þess vera logi,
og væri það þá hliðstætt orðunum logi, ljómi, brandur, sem öll eru
talin með sverðsheitum; lögðis-laug-Frigg = laug-lögðis-Frigg = kona;
valdaðar af völduður = sá sem hefir vald yfir; skjall mun eiga að
vera skall, af að skjalla = glymja; sbr. það, sem stendur í sögunni:
»hann heyrir þá, at sú liurð, er næst var honum, syngr í lási, ok
stendr hann þar«; bandvaniðr = vanur að fara með þráð eða skraut-
bönd; bekkjarhjörtr = kona, sbr. Þóra borgarhjörtr, »fyrir því at