Skírnir - 01.01.1928, Page 232
Skírnir]
Smávegis.
225
svá bar hon af öllum konum at fegrð, sem hjörtr af öðrum dýrum«;
fýrisgólf = arinn, arin-Gná = kona; fjón = óvild.
Hin dágjarna kona hefir lagt augun aftur; það glumdi í skíð-
garði hennar, sem hefir vald yfir skáldunum; og hin bandvana af-
bragðskona blundar í rekkju; þar af get ég séð óvild hennar, þótt
mér liggi við að dást að henni.
Þorbjörn:
Hilldr of reð þoi er helldv
horn gratz Hri mer hlatn'
þo/ em ek lystr at lasta
lestvnd/r for þersa
ok liðbivgrar leigrar
let æva mik sævar
eigi mvn enw. við eckiv
austmanna for sanaz.
Hildr horngráts of réð því er heldu (h)látri fyr mér för þessa;
því em ek lystr at lasta læstundir; ok lið bjúgrar leigrar lét æva
sæva mik; eigi mun enn sannast för austmanna við ekkju.
Hildr horngráts (þ. e. öls) eða Hörngráts = Hörnargráts (þ. e.
gulls) = kona; lestundir les ég læstundir = bölstundir eða tál-
stundir; liðr = armur, sbr. »fjölkunnri konu skalattu í faðmi sofa,
svá at hon lyki þik Iiðum«, Hávamál 114; leigrar ætti að vera eign-
arfall af kvenkynsorði: leigr, eins og fleyðr, ef. fleyðrar, lifr, ef.
lifrar. »Eru enn þau kvinna heiti,. er til lastmælis eru, ok má þau
finna í kvæðum, þótt þat sé eigi ritat«, stendur í Skáldskaparmálum.
Gæti »leigr« verið eitt þeirra, og mundi þá ef til vill merkja konu,
«r leigir sig! Fyrir sævar set ég sæva; sambandið sýnir, að þar
verður að vera sögn. — Efnið verður þá þetta:
Konan réð því, að hafður var af mér hiáturinn í þessari för;
því lasta ég af heilum hug tálstundirnar, og aldrei lét ég armlög
stimamjúkrar lausakonu firra mig ráði og rænu; austmenn munu
ekki i annað sinn fara á fjörurnar við ekkjuna.
Guðm. Finnbogason.
3. Athugasemd um stafsetning fornaldarrita.
Hér datt mér í hug að setja stutta grein um fornmál, miðmál
og nýmál i íslenzku. Greinin ræðir um samræming stafsetningar í
útgáfum.
Framundir 1250, svona hér um bil, greina forn handrit þetta
sæmilega í sundur, er hér segir:
1. Forníslenzka greinir rækilega œ frá æ, sem miðíslenzka
ruglar saman alveg á samaf veg sem nýíslenzka.
15