Skírnir - 01.01.1928, Page 234
Skírnir]
Smávegis.
227
algert beztu.fornaldarbókstöfun. Þetta á við um flestar íslendinga-
sögur og báðar Eddurnar. En aftur t. d. i Grettissögu, sem varla
mun samin vera fyrr en um 1300, teldi ég réttara að hafa miðaldar-
bókstöfun. Vera þar alls eigi að greina œ frá æ, né 0 frá 9! — sömu-
leiðis að hafa þar ie fyrir é og z i miðmynd. Ef íslendingar fara að
ráðast í vandaða útgáfu af fornritunum, þá ætti þeir að forðast þær
mótsagnir, sem þýzka útgáfan hefir í þessu merkismáli. Vera trúir.
Þeir eiga að vera heilir menn, en eigi hálfir, á hvora sveifina, sem
lagzt verður. Þótt eitthvað kunni að vera almenn tizka nú, þá ber
að brjóta hana i því, sem rangt er.
Jóhannes L. L. Jóhannsson.
4. Snikjuhljóð i frumnorrænu.
í frumnorrænum rúnaristum koina viða fyrir snikjuhljóð (svara-
bhakti), og virðist mér, sem fræðimenn hyggi þau hafa heyrzt í
framburði, sbr. Noreen: Aisl. gr. 3, § 135 (»dies a ist aber spater
uberall geschwunden«.) Eini maðurinn, sem virðist hafa dottið i hug,
að þetta kunni að vera missýning, er dr. Alexander Jóhannesson
(»Frumnorræn málfræði«, Rvík 1920, §. 61: »Snikjuhljóð......eru
að miklu leyti að kenna vankunnáttu þeirra, er rúnirnar ristu«.) En
hann gerir enga nánari grein fyrir þessari »vankunnáttu«, og var
þess- þó hin mesta þörf. En síðan árið 1915 hef ég þótzt vita, hvern-
ig á þessu stæði, og talíð víst, að þar væri raunar um vankunnáttu
að ræða, og geri ég mér grein fyrir henni á þann hátt, sem hér
skal sagt:
Veturinn 1914—15 fór ág að kenna islenzku i Iðnskólanum í
Reykjavík. Lærisveinarnir voru sumir harla fákænir i réttritun, sem
von var, en það, sem ég varð mest hissa á, var þetta, að þeir bættu
einatt inn í orðin sníkjuhljóðum á mjög likan hátt og títt er í frum-
norrænum rúnaristum. Síðan hef ég tekið eftir þessu sama í öðrum
skólum hjá fáfróðum nemendum og heyrt aðra, sein kennt hafa
börnum eða unglingum, segja frá sömu reynslu.
Hér fara á eftir dæmi sníkjuhljóða, tekin úr stilum. Þess skal
getið, að vanalega er endurtekinn annaðhvort hljóðstafur rótarinnar
eða endingarinnar.
Milli r annarsvegar og ð, f hinsvegar er skotið inn hljóðstaf,
t. d. staraði (f. starði), fœriði (f. færði), vöruðum (f. vörðum), liorofa
(f. horfa), — niðiri (f. niðri), efiri (f. efri).
Ennfremur milli f eða g annarsvegar og ð hinsvegar, t. d.
hafaði, hafiði (f. hafði); vöfuðum (f. vöfðum); saguði, sagiði (f.
sagði); þöguöu (f. þögðu).
Loks á milli 1 og f, t. d. álafar (f. álfar); eða 11 og r, t. d.
allara (f. allra).
15*