Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 235
228
Smávegis.
[Skírnir
Vera má og, að sníkjuhljóð þessi hafi komið víðar fyrir, þótt
ég hafi ekki ritað það upp. —
Þetta er auðsælega sama fyrirbærið, sem i frumnorrænu, sbr.
harabanaR, hAþuwolAfA, uþArAbAsbA, heðera o. s. frv., sjá
Frumnorræna málfræði eftir dr. Alex. Jóhannesson, bls. 43.
En hefir nokkurn tíma verið svona framborið? Ég hygg ekki.
í fyrsta lagi er það næsta undarlegt, að ekki finnast nein
örmul eftir af snikjuhljóðum þessum í norrænu, svo algeng sem þau
virðast hafa verið í frumnorrænu, nema þessu hafi valdið vankunn-
átta. Þá verður slíkt skiljanlegt.
í öðru lagi reyndi ég að komast eftir því, hvernig á innskoti
þessu stæði hjá nemendum mínum, því að ekki get ég heyrt þess
nein merki í framburði þeirra venjulega. Niðurstaðan varð su, að
þegar fákænir menn í réttritun eru að rita, þá hafa þeir einatt upp
orðin fyrir munni sér í hálfum hljóðum, mjög seint og hægt, til
þess að athuga hljóðin sem bezt, en þá myndast oft óljóst radd-
liljóð (hljóðstafur, vocal) úr raddhljómi samhljóðandanna, einmitt
sökum þess, hve seint er fram borið, — þótt slíks gæti alls ekki
í venjulegu tali. Þetta innskots-raddhljóð litast af raddhljóðinu á
undan eða eftir, svo að mönnum heyrist vera um sama hljóðið að
ræða, t. d. sagaði, sagiði, f. sagði.
Líkt hygg ég vera ástatt um innskotsstafina i rúnaristunum.
Þeir, sem ristu rúnirnar, voru lítt vanir og óvissir, — engin föst
réttritun var til, og urðu þeir því að vega það og ihuga nákvæm-
lega, hvernig orðin skyldi rita, — og þá, held ég, að þeir hafi haft
orðin upp fyrir sér, likt og nemendurnir í Iðnskólanum, og afleið-
ingin varð sú sama: þeim heyrðist þar vera hljóðstafur, sem enginn
var, og rituðu samkvæmt því.
Jakob Jóh. Smári,
mag. art.