Skírnir - 01.01.1928, Síða 237
230
Ritfregnir.
[Skírnir
er fyrirlestur, er liann liefur haldið víða, hefði betur verið óflutt og
óprentuð, ef hætta er á, að hún hafi haft áhrif á nokkurn mann.
Sig. P. Sivertsen skrifar um Kristilega festu, góða grein og
skipulega. Festa og frelsi þurfa að Vera kjörorð kirkju vorrar í
framtíðinni.
Eins og menn muna, urðu í fyrra allmiklar deilur um faðerni
Krists. Mesta athygli vakti ritlingur séra Gunnars Benediktssonar:
Var Jesús Jósefsson? þar sem því var svarað játandi. Að þessari
•deilu, sem ókleift er að skera úr með sögulegum rökum, lúta tvær
greinar i Pr.f.r. — Grein eftir S. P. Sivertsen, Jesús Kristur sonur
Guðs er biblíufræðileg, og niðurstaða hennar sú, að orðið Guðssou-
ur sé langoftast notað í andlegri merkingu i Nýjatestamentinu um
Jesús Krist, heitið sé notað i likamlegri merkingu aðeins i bernsku-
frásögnunum. En þetta sé aukaatriði, kjarni málsins sá einn, að
guð hafi opinberazt i Jesú. — Hins láist höf. að geta, að Jesús
gæti ekki verið siðgæðisfyrirmynd fyrir menn, ef hann hefði ekki
verið sjálfur maður, íæddur á mannlegan hátt og háður sömu skil-
yrðum og aðrir menn. — »Hvern segið þér mig veru« er falleg
predikun eftir séra Ásmund Guðmundsson, og leggur áherzlu á að
deila ekki um Krist, heldur elska hann og breyta eftir orðum hans
•og dæmi. Þá fyrst geti menn borið fram reynslujátning um, hver
hann sé, en ekki sker höf. úr um það efni, sem um er að ræða. —
Stíll Á. G. er nokkuð óljós og mærðarlegur, og sumstaðar bregður
fyrir gamalli játningaguðfræði; t. d. segir hann (bls. 120 neðst), að
•öll heill manna þessa heims og annars sé komin undir svari þeirra
við spurningunni, hver Jesús sé. Er þá öll heill manna komin
meir undir því að vita rétt en hinu, að breyta rétt?
Séra Sveinbjörn Högnason skrifar um »Gildi trúar«. Svar höf.
'við spurningunni, hvert sé gildi hennar, er þetta, að þvi er virðist:
»Trúin er hinn skapandi máttur mannlifsins — og gildi hennar því
sjaldan metið of hátt« (bls. 101). Þetta svar er gott og gilt, en
rökin sem að þvi eru leidd, eru ekki skýr. Er skemst frá að segja
■að greinarkorn þetta er ein þvæla frá upphafi til enda á vondu
íslenzku máli, og stangar hver skoðunin aðra. Hér er ekki rúm til
■að rekja það alt, en Benjamín Kristjánsson cand. theol hefir skrifað
ágæta grein í Strauma I. ár 11. tbl. um þessa ritsmíð og vísast því
lesendum þangað. Ekki er þessi grein Prestafélagsritinu til sóma.
Ný handbók hefir verið á döfinni undanfarin ár. Hefir nefnd
manna, með biskup i broddi fylkingar, setið á rökstólum til að
gera tillögur um hana. Bráðabirgðatillögur hennar eru komnar út
og birtar í Prestafélagsritinu. Einkunnarorð þeirra er: »Minni ræður,
meiri bæn«, og mun öllum þykja það vel, bæði prestum og leik-
mönnum. Þess vegna er gert ráð fyrir meiri söng og tóni í guðs-
þjónustunni en nú er, en ekki er til neins að rekja það hér. En