Skírnir - 01.01.1928, Síða 238
Skímir]
Ritfregnir.
231
innihald bænanna, lofgerðanna og formálanna er sitt úr hverri átt-
inni, guðfræðilega séð. Víða er hrein nýguðfræði, en annarsstaðar
smýgur gamla katólska og lútherska guðfræðin inn og verður
drottnandi. T. d. er postullega trúarjátningin með »upprisu holdsins«
tekin óbreytt upp í þessar tillögur. Hafa höf. tvístigið nokkuð mikið
milli stefnanna, og mun hvorug verða ánægð. Málfærið er víða
ljótt og klaufalegt og vantar allan hátíðasvip virðulegs kirkjumáls.
Fæ ég ekki betur séð, en að nefndin verði að endursemja þessar
bráðabirgðartillögur frá rótum, bæði vegna efnis og orðfæris. —
Til hinnar nýju handbókar, sem full þörf er á, verður vel að vanda.
Tvískinnungur er nú allmikill í guðfræðinni innan íslenzku kirkjunnar,
en þó mun enginn, eða þá aðeins fáir skammsýnir menn, vilja, að
hún klofni hans vegna. Til þess að forðast það, að handbókin
valdi friðslitum i kirkjunni, verður að gæta þess vel, að hún flytji
hvergi þær kenningar, sem önnurhvor stefnan hneykslast á. Virðist
það munu gerlegt með því að nálgast þar hvergi guðfræðileg
deilumál, halda sér við kjarna kristindómsins, kærleika guðs og
siðgæðishugsjón Krists. »Meiri bæn« er kjörorðið, en ég vil bæta
við, engin trúfræði. Trúfræði er ekki bæn. En þó verður hver
kirkjuleg athöfn að hafa sina ákveðnu merkingu skýrt fram tekna,
svo að hún verði ekki að meiningarleysu fyrir söfnuðinum, eins
og nú er margt í helgisiðum kirkjunnar. Að endingu má minna
handbókarnefndina á, að hún má ekki láta vanafjötra íhaldsseminn-
ar eða hræðslu við einstaka menn eða flokka hindra sig í að breyta
hverju þvi, sem henni þykir rangt, þó að það hafi þótt gott og
gilt í kirkjunni urn margar aldir. Kirkjan er til mannsins vegna, en
ekki maðurinn vegna kirkjunnar.
Þá eru ýmsar smágreinar. »Llfið eftir daudanm, útdráttur úr
bók Sundar Singhs, eftir séra Friðrik Rafnar. Nú er bókin öll kom-
in út. Kirkjudagur og kirkjudagsrœða eftir séra Þorstein Briem, og
hvetur hann þar til að taka aftur upp kirkjudaginn forna. Enn eru
skýrslur um starf »ferðaprestanna« svokölluðu, umsögn um erlendar
bækur og fl. smávegis.
Yfirleitt má segja, að Prestafélagsritið sé all fjölbreytt, þótt
ekkert sé þar framúrskarandi, og verðskuldi eftirtekt og útbreiðslu.
Frágangur er hinn bezti og verðið lágt (5,00 kr.).
Einar Marnússon.
B. Kummer: Midgards Untergang. (iermanischer Kult und
Glaube in den letzten heidnischen Jahrhundertcn. Verlag E. Pfeiffer,
Lpz. 1927. (Veröffentlichungen des Forschun .sinstituts an der Uni-
versitat Leipzig II, 7).
Bók þessi, sem ritstjóri Skírnis hefur b ðið mig að rita nokk-