Skírnir - 01.01.1928, Side 239
232 Ritfregnir. [Skirnir
ur orð ura, fjallar um síðustu aldir heiðninnar hér á Norðurlöndum
og hrun hennar, en sigur kristninnar.
Höf. þessarar bókar virðist vera heiðninni rajög unnandi og
notar hvert tækifæri, sem gefst, til að sýna ágæti hennar og hve
mjög hún beri af kristnum dómi. Á þessu ber svo mjög, að verkið
minnir stundum miklu fremur á málafærslumann en vísindamann.
Vel má vera, að höfundinn hafi rekið til andspyrnu ýmis rit, þar
sem heiðnin hefur verið sett á helzti lágan skemil fyrir fótum kristn-
innar. En hitt virðist þó valda meiru, að höf. hefur einhvern veginn
fengið inn í sig sólfagia gullaldarmynd af heiðninni, þar sem trú-
aðir heiðingjar eru saklausir og »kinderfromm«, eins og komizt er
að orði. Aftur er svívirðingum kristinna manna litil takmörk sett og
kristnin sögð miklu ómerkilegri en af er látið. — Það er ekki tiltöku-
mál, þótt höfundur reyni að hnekkja kenningum fræðimanna, sem
fara i aðra átt; hitt er verra, að heimildum að þekkingu vorri á
þessum efnum er búin Prókrústessæng, ef þær koma ekki heim við
skoðanir höf. Of mikil stefnuskrá er fólgin í klausunni á bls. 165,
þar sem sagt er, að visindin hafi ekki rétt til að meta meir það,
sem i heimildum stendur, en rök heilbrigðrar skynsemi. Líkt hafa
menn stundum sagt áður, og hefur það, sem þeir nefndu heilbrigða
skynsemi, þá oftast verið það, sem komizt gat i »kerfið«. Hitt, sem
ekki varð troðið þar inn, var markleysa. — Staðhæfingin er oft
metin meira en heimildirnar; Forlagatrú er dauði dramatísks skáld-
skapar, baráttan við hana aftur vel til hans fallin, þess vegna er
fornnorrænn skáldskapur svo dramatískur (bls. 170). — Þetta er i
skýlausri mótsögn við sögurnar, sem velflestar hafa verið sagðar
og ritaðar af forlagatrúarmönnum. Lifs- og trúarhræringar Qermana
hafa »vertikale Richtung« (þ. e. lóðrétta stefnu), þeir geta því ekki
hugsað sér nema einn guð (bls. 23). Mannblót, sem sagt er frá um
Hákon jarl, er trauðla samrýmanlegt eðli Þorgerðar Hölgabrúðar
(bls. 90). Vitum vér eiginlega svo ýkjamikið um eðli hennar? Stað-
hæfing gegn heimildum er, að Hákon hafi dýrkað Þorgerði eina
(bls. 55). Prokrústes-aðferð er beitt við Eyrbyggju (kap. 4 og 10),
til að afsanna dýrkun goðalikneskja og mannblót, (farið fljótt yfir
setninguna »er Þórr hafði á setit« o. fl., gerð að misskilningi setn-
ingin um stein Þórs: »er þeir menn váru brotnir um, er til blóta
váru hafðir«) — og er illt að fara svo með beztu heimild sína. Það
sem nú er talið er fátt eitt, en hér skal þó staðar numið.
Þessi fagra mynd af heiðninni, sem um var rætt, nær þó hvergi
til hennar allrar. Siðasta öldin eða vel það er hnignunaröld, sem
endar með sigri kristninnar og hefst þá önnur hnignunaröld, sem
er hálfu verri. Oðinstrúin, sem reyndar er fárra manna eign — á ís-
landi er bæði hún og Oðinshugmynd Eddukvæðanna með öllu óþekkt
(sic) — bar á sér öll merki andlegs dauða. Óðinn er sjálfur »Út-