Skírnir - 01.01.1928, Page 240
Skírnir]
Ritfregnir.
233
garða«-goð, óvinur mannkynsins. Galdratrú og draugahræðsla vex.
Allir Óðinsdýrkendur, forlagatrúarmenn, goðleysingjar, eru einmana
útlagar úr Miðgarði, heimi Þórs, ástvinar mannanna, og lif þeirra er
andlegur skóggangur. Þórs- og Freys-dýrkendur, hinir sönnu heið-
ingjar, eru þeir einu, sem líf er i og frið eiga i sálinni. Þeir dýrka
í rauninni sama guðinn, fjölgyði skáldanna á sér ekki stað. En þeim
fækkar, er tímar líða, og hnignunin étur um sig. — — —
Hnignun er gott orð. Enn betra vegna þess, að það er ekki allt
af orðið tómt, en getur geymt ægilegan sannleika. En það er vand-
notað, það sést bezt á þvi, hve misbrúkað það er. Það mun sannast,
að hnignun og framþróun þurfi hvort annars við eins og líf og
dauði. Líffæri úrkynjast og önnur þroskast á þeirra kostnað, segja
dýrafræðingar. Það er því nokkuð vandasamt að dæma úrslita-
dóminn um Imignun, sem táknar, að það sem tapað er, sé meira og
verðmætara en það, sem vinnst.
Nú er það ekki höf. þessa rits einn, sem telur heiðninni hafa
hnignað undir iokin. Slikt er margra fræðimanna skoðun. Ég fæ ekki
séð, að það sé réttmætt. Er það hnignun, að blómið fellur, en ald-
inið, fræið myndast? Mér virðist eitthvað svipað vera að gerast á
síðustu öld heiðninnar. Frumstæð trú er að ala af sér speki. Völu-
spá, Lokasenna, Hávamál, mörg hetjukvæðanna, kvæði Egils, allt
eru þetta talandi tákn. Hitt er efalaust, að leiðin liggur yfirleitt frá
hinu- trúarlega til hins mennska. Vikingalifið á vist, þrátt fyrir
fullyrðingar höf., ekki svo litinn þátt í hinum háleita manndómi i
siðaskoðun sagna- og hetjukvæða, og víkingalög og heitstrengingar
bera þvi vel söguna. Óðinstrúin hefur án efa átt mikið hlutverk eftir
óunnið. Árið 1000 hefði átt að boða íslendingum fagnaðarboðskap
penna og bókfells, þá hefðu þeir mátt taka kristni á 12. öld.
Það verk, sem unnið er af stjórnmálamönnum — sit venia
verbo — á 10. öld, bendir ekki heldur á úrkynjun né upplausn —
en verk þeirra er eflaust friður 11. aldar, og þrátt fyrir fullyrðingar
höf. um skaðleg áhrif kristninnar, eru næstu aldirnar eftir 1000 vafa-
laust enn merkilegri en sjálf söguöldin. Ef kristnin hefur haft hnign-
un í för með sér, er það ekki fyr en á 13. öld.--------
í bók þessari kemur liklega einskis fræðimanns nafn jafnoft
fyrir sem Grönbechs. Höfundurinn berst visvitandi undir merki hans.
Þetta táknar yfirbót fyrir miklar og þungar syndir fyrri goðfræðinga,
sem svo oft tóku ytra borðið fram yfir innihald, hismi fyrir kjarna,
orð fyrir anda. Hér er þá reynt, eins og Grönbech gerir, að kom-
ast innar, brjótast gegnum ytra borðið, og reynt að skyggnast eftir,
hvað þessum mönnum bjó í brjósti. Hér verður auðvitað aðalatriði
það litla, sem vér vitum um afstöðu manna til goðanna, trúarþel,
guðsdýrkun og blót, en ekki hirt um lærðar — og oft liæpnar —
skýringar goðanafna, sem fyllt hafa marga goðafræði. Þetta tel ég