Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 241
234
Ritfregnir.
[Skírnir
lofsvert. Hitt er annað mál, að svo virðist, seni Grönbech sjái of-
sjónir stundum, eignar mönnum trúarþel, þar sem aðeins er um ver-
aldlegar hugsanir og tilfinningar að ræða. Þetta fyrirgefst þó meist-
aranum vegna kosta hans. Höf. þessa rits fylgir hér Grönbech að
málum; virðist mér það hafa oft leitt hann á glapstigu, — hefði
Heusler þar verið betri fyrirmynd (ath. t. d. vitnanir til Heuslers bls.
68, 72—73, 78, þar sem Heusler virðist hafa á réttu að standa; þess
er ekki kostur að fara hér nánar út í það).
Það er að vissu leyti í anda Grönbechs, að höf. þessa rits hefir
að heimildum nálega eingöngu sögurnar, en hvorki Eddu né forn
kvæði. Það má vera ljóst, að sú mynd, er Eddukvæðin gefa af lieið-
inni trú, hlýtur að vera harla einhliða. Þau eru runnin frá úrvals-
mönnum hins norræna kyns, en ekki fjöldanum. Þótt tekin sé drótt-
kvæði til hjálpar, breytist ekki mikið aðstaðan, þó að grunnurinn
verði nokkuð breiðari. Það lilýtur þó að vera nokkuð vafasöm vis-
indaaðferð og þvert ofan í það, sem tiðkast í sagnavisindum, að
ganga með öllu fram hjá þeim gögnum, sem til eru frá þeim tíma,
sem um er að ræða, en taka önnur 200—300 árum yngri. Heimildir
vorar eru vissulega ekki of miklar, þó að þær séu notaðar allar —
með varkárni. Því að varkárni þarf við og gagnrýni, og hana stund-
um meiri, en gert er i þessu riti. Það getur t. d. ekki komið til mála
að halda, að draumur Flosa um manninn, er kemur út úr Lómagnúp,
segi til um sálarástand manna i upphafi 11. aldar (bls. 172). Spá-
sögn draumsins tilheyrir list söguritarans og er frá honum runnin.
— Furðu gegnir, að höf skuii segja, að sögurnar þegi ekki um neitt
(bls. 97). Réttilega er getið um, að prestapenninn sé ótrygg heim-
ild um heiðinn dóm; en er vísi, að ekki gæti fegrunar í sögum, sem
klerksandinn á engan þátt í? Sögurnar binda sig við veruleika og
raunsæi, en hefur ekki ástin á fornum frændum dregið fjöður yfir
sumt, en látið annað niður falln, sem mátti vera þeim til lasts?
Hér er bæði átt við munnlega gevmd og ritun. Hafa ekki sögurnar
að einhverju leyti fengið svip af áheyrendum, sem fyrst og fremst
voru úrval þjóðarinnar? (Sbr. Bandamannasögu, þar sem þrællinn
skýtur upp liöfðinu).
Þess er ekki kostur, að fara út í gagnrýni einstakra atriða. Það
getur ekki hjá því farið, að ými;;!egt sé i bókinni af smámunum,
sem allir geta ekki verið sammála um. — Leiðinlegt er að sjá hvað
eftir annað setningnna »til ár og íriðar«.
Æskilegt væri, að höfundur lærði meira af aðalheimildum rits
þessa, sögunum, — hófsemi, óhlutdrægni, raunsæi. Og að hann forð-
aðist skaplyndi klerksins, sem er ofstæki og einsýni. Þvi að höf.
sýnir viða í riti þessu hæfileika til að brjótast gegnum dauða skurn-
ina og inn í kviku, — ef mér leyfist það orð, — inn þangað, sem
cr !íf og sál. Einar Ól. Sueinsson.