Skírnir - 01.01.1928, Page 242
Skírnir]
Ritfregnir.
235
J. Anker Larsen: Fyrir opnum dyruin. Dr. phil. Guðm.
Finnbogason, landsbókav. þýddi. Rvík 1928.
Bók þessi fjallar um dulspeki, en það er sú visindagrein, er
flestir munu vilja kunna nokkur deili á, sem von er til. — Höf. skýrir
látlaust og blátt áfram frá þvi, hvernig guð og eilífðin hafa birzt
honum, en tekur að öðru Ieyti nokkuð öðrum höndum á þessum
málum, en venja er guðfræðinga, að þvi er ég ætla, og er bók
þessi ekki sniðin eftir neinu sérstöku trúarkerfi, enda ekki annað á
borð borið fyrir lesendur, en það eitt, sem höf. hefir sjálfur reynt.
Flestir munu geta orðið á eitt sáttir um það, að hér sé um þá reynslu
að ræða, er fæstir »mundu vilja fara á mis við«, ef kost ættu að
•öðlast; er þvi bezt fyrir alla að lesa kver þetta, hvsrt sem þeir nú
fylla flokk starfsama sveinsins, er með aldri og þroska verður »full-
komin ímynd þeirrar menningar, er að lokum þróast til bana« (bls.
55), eða þeir skipa sér undir merki hins drengsins, er getur »einhvern
tíma fyrirhafnarlaust fundið dýpsta veruleik lifsins« (bls. 55).
Doktor Gdðmundur kveðst hafa lesið bók þessa hugfanginn,
og svo get ég, að fleirum fari. Annað mál er það, hve margir geta
þegar í þessu lifi öðlazt reynslu höf. um annan heim. En hitt er
víst, að þá má telja, að fé og tíma sé vel varið, ef lestur þessarar
bókar getur vakið menn til umhugsunar um þessi mál, og glætt
þann neista, er síðar gæti lýst þeim leiðina, svo að þeir kynnu þá
betúr en áður deili á skapara sínum.
Bókin er vel þýdd, en þó finnst mér sem þýðandanum hafi
stundum tekizt betur, enda er orðfimi hans alkunn. En þarfleysu
kalla ég það að gera »nú« að nafnorði, og virðist svo sem bjarg-
ast hefði mátt við eitthvert annað orð, t. d. »augnablik«, »liðandi
stund« eða eitthvað því um líkt. B. Ó.
Alexander Jóhannesson: Die Suffixe im Islandischen.
Sonderdruck aus Árbók Háskóla íslands. 1927.
Fáir liinna yngri visindamanna hér á landi eru jafn athafna-
miklir og dr. Alexander Jóhannesson. Á fáum árum hefur hann
samið nn'irg stórrit um íslenzka málfræði, verk, sem krafizt hafa
ekki aðe.ns skarpskyggni og lærdóms, heldur og frábærrar atorku
og elju. Og ekki er það aðeins blaðsíðutalan, sem vert er á að líta,
heldur hin erfiðu, vinnufreku úrlausnarefni. Nú er þess að gæta, að
dr. Alexander hafði eigi á námsárum sinum lagt stund á þau fræði
sérstaklega, er hann nú ritar um, og er það sönnun þess, hversu
fljótt hann áttar sig á nýjum viðfangsefnum, en skýrir hinsvegar
þær misfellur, sem kunna að hafa verið á i einstökum atriðum.
Hvergi virðist mér hann hafa tekið fastari tökum á viðfangs-
efninu en í þessari síðustu bók sinni, er fjallar um viðskeyti í is-