Skírnir - 01.01.1928, Síða 243
236
Ritfregnir.
[Skirnir
lenzku að fornu og nýju. Er þar saman kominn gríðarlegur fróð-
leikur, bæði gamall og nýr, um tungu vora, og skemmtilegur eins
og skáldsaga öllum þeim, sem unna slikum fróðleik. Því að orðin
og skýringar þeirra opna útsýn til löngu liðinna alda, sýna hina
krókóttu leið orða og merkinga um myrkvið skyldra og lftt skyldra
mála, tengja saman hugsun og athafnir manna og þjóða, nær og
fjær, í tíma og rúmi.
í bók þessari, sem er 120 bls. í stóru broti, hefur dr. Alexand-
er rakið um 130 viðskeyti íslenzkrar tungu, ítarlega og skilmerki-
lega, lýst hvernig þau skiftast á orðflokka, og tilfært urmul dæma,
allflest með skýringum, mjög mörgum nýjum og merkilegum. Mig
brestur að vísu þekkingu til þess að dæma um hversu góðar sumar
skýringarnar eru, eða hvort finna megi aðrar betri, og hef ekki enn
haft nærri nógan tima til þess að lesa bókina til þrautar. En það
er svo með margar skýringar, að þær orka tvímælis, sumar eru lik-
legri en aðrar, en vissu er erfitt að fá. T. d. má nefna hið torskilda
viðurnefni kakali. Þykir mér skýring sú, er dr. Aiexander kemur
með, sennilegri en nokkur sú, er ég hef áður rekizt á. Setur hann
orðið í samband við norsku sögnina að kakla, er merkir klaka eða
kvaka (um hænsni). Qæti viðurnefnið verið dregið af einkenni á
máli mannsins, eða af hlátri hans. Ugglaus er skýring þessi engan-
veginn, en skemmtileg engu að síður, eins og öll viðleitni til þess
að leysa úr því, sem dularfullt er.
Þar sem þessi greinarstúfur á að vera til þess eins, að vekja
athygli á þessari skemmtilegu og fróðlegu bók, hirði ég ekki að
rekja skýringar höfundarins, hvorki þar, sem þær eru vafalausar, né
á öðrum stöðum, þar sem þær virðast eigi jafn ugglausar. En ég
hefði gaman af að drepa aðeins á, að bókin hefur fleira að geyma
en skýringar.
Dæmafjöldinn, sem höfundur tilfærir,. leiðir m. a. athygli að
því, sem flestir raunar vissu að nokkru áður, að viðskeyti eru mjög
misfrjó í málinu, bæði að fornu og nýju. Nefnir hann t. d., að ekki
muni vera til nema eitt orð, er endi á -ist (angist), en svo eru aftur
viðskeyti, sem fylgja tugum eða hundruðum orða, og hefur sumum
þeirra aukizt mjög frjómagn á síðari tímum, t. d. -ing (-ning)-
ningur (-ningur), -óttur o. s. frv. — Ekki fer frjósemi viðskeyta ein-
göngu eftir því, hversu upphafleg þau eru eða hárrjett og ugglaus
að dómi málfræðinga. Þannig bendir dr. Alexander á, að i orðum,
sem enda á -ild, -ildi, en þau eru býsna mörg í nútíðarmáli (odd-
ild, kakkildi, maurildi, þunnildi o. s. frv.), muni viðskeytið ekki hafa
við annað að styðjast en viðskeytið -ald, og viðskeytið -rildi (gap-
rildi) muni myndað eftir orðinu fiðrildi, sem hinsvegar sé alþýðleg
ummyndun (á fornháþýzku vivaltra)! — Þetta minnir aftur á það,
hversu sum orð eiga erfitt uppdráttar í málinu, þótt þau séu hárrétt