Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 244
Skírnir]
Ritfregnir.
237
mynduð og af réttum rótum runnin, en önnur eru á hvers manns
vörum, þótt þau séu meingölluð. — Furðulegir eru vegir málsins!
Hafi dr. Alexander þökk fyrir bókina, eins og hverjum ber, sem
eykur andlegu verðmætin á þessari Mammons öld.
J. Óf.
Stefán Einarsson: Beitrage zur Phonetik der islandischen
Sprache. Oslo 1927.
íslenzkir fræðimenn hafa til skamms tíma gefið lítinn gaum
rannsóknum mælts máls, en getið sjer sæmiiegan orðstir á ýmsum
öðrum sviðum. Við hljóðfræðirannsóknir íslenzkrar tungu hafa að-
allega fengizt útlendingar, sem að visu hefur ekki brostið iærdóm
og kunnáttu, en hafa að ýmsu leyti þó staðið ver að vigi en vér
mundum hafa gert, ef hugur vor hefði beinzt i þá átt.
Sá, er fyrstur íslendinga ritaði að marki um framburð nútíðar-
máls, var Konráð Gíslason (Þáttur um stafsetning, í Fjölni). Síðar
lýsti Björn M. Ólsen mörgum góðum athugunum sinum á þessu
sviði aðallega i ritdómi um bók Carpenters, Grundriss der neuislánd-
ischen Grammatik. (Ritdómurinn kom út í Germania XXViI). Árið
1922 gaf Valtýr Guðmundsson út bók sína: Islandsk Grammatik,
islandsk Nutidssprog, með allgreinilegu hljóðfræðiságripi. Og á ár-
unum 1917—24 samdi ég fyrir orðabók Blöndals hljóðfræðiságrip
(Træk af moderne islandsk Lydlære). Auk þessa hafa aðrir lýst hljóð-
fræðiathugunum í ýmsum kenslu- eða fræðibókum, en ekki gert til-
raun til neinnar heiidarlýsingar.
Enginn þessara manna hafði lagt stund á hljóðfræði aimennt og
brast þá öll áhöld og tæki, sem hljóðfræðirannsóknir i öðrum löndum
hafa skapað til þess að skera úr ýmsu því, sem mannseyrað getur
ekki greint til hlitar. Voru því á þessu ýmsir gallar að vonum.
Fyrsti íslendingur, sem stundað hefur hljóðfræðinám og kynnzt
hljóðfræðirannsóknum eins og þær eru fullkomnastar með öðrum
þjóðum, er höfundur þeirrar bókar, sem hér verður gerð lítils háitar
að umræðnefni, Stefán Einarsson. Hann vann að orðabók Blöndals
á háskólaárum sínum hér og kynntist þá nokkuð hljóðfræðiathug-
unum, og samdi svo stóra ritgerð um íslenzka hljóðfræði til em-
bættisprófs. Síðan fór hann utan, til Helsingfors, og stundaði þar
áfram hljóðfræðinám, en gerði jafnframt ýmsar mælingar á íslenzk-
um hljóðum og orðum, rneð nýjustu tækjum. Út frá þeim rannsókn-
um samdi hann svo rit þetta um íslenzka hljóðfræði og fékk fyrir
doktorsnafnbót frá háskólanum í Osló. Hann heldur enn áfrám hljóð-
fræðirannsóknum og er nú tvímælalaust lærðastur allra íslendinga í
þessum fræðum.