Skírnir - 01.01.1928, Síða 245
23S
Ritfregnir.
[Skírnii
í inngangi ritsins lýsir hann því, sem aðrir hafa ritað um is-
lenzka hljóðfræði og tildrögunum til þess, að hann fór að leggja
stund á þá hluti. Þar næst kemur lýsing á þeim áhöldum, er hann
hefur notað við hljóðfræðirannsóknir sinar, og þeim aðferðum, er
hann hefur beitt við mælingar og útreikninga.
Aðalkafli ritsins fjallar svo um hljóðin, munnkvæði þeirra,
mörkin milli þeirra, nefkvæði, röddun og lengd. Siðan er kafli um
áherzlu, tónhæð og tónstyrkleika. Svo eru nokkrar töflur með bog-
linum, er sýna gómkvæði, röddun og lengd og tónhæð nokkurra
orða. Loks er skrá yfir þau orð, er hann hefur rannsakað og skrá
yfir hljóðfræðirit og ritgerðir.
Það eru engin tök á því að lýsa i stuttri grein ritinu nákvæm-
lega eða niðurstöðum þeim, er höfundur kemst að. Ritið er samið
af lærdómi miklum og gert með þeirri stöku vandvirkni, sem höf-
undi er lagin. Flestar niðurstöðurnar eru óyggjandi, það sem þær
ná, því að þær styðjast við afarnákvæmar mælingar, sem varla
verða rengdar. Hinsvegar er þess að gæta, að höfundur, sem er
Austfirðingur, styðst fyrst og fremst við sinn eigin framburð og
miðar mælingar sínar við hann. Raunar er hann líka fróður um
framburð í öðrum sveitum lands og getur hans viða. Þó má ganga
að því vísu, að þar séu ekki enn öll kurl komin til grafar, svo að
nokkuð kunni fyrir það að breytast niðurstöður, og að margt muni
enn vera órannsakað. En það þori ég að fullyrða, að fyrir bók höf-
undarins er nú svo komið, að vér stöndum eigi langt að baki öðr-
um þjóðum í þessum efnum, og að rit hans verður sú heimild, er
allir vitna í um langan aldur, er við þessi fræði fást.
Háskóli vor er enn að vonum ófullkominn, en vonandi verður
þess ekki langt að bíða, að teknar verði þar upp rannsóknir og
fræðsla um islenzka hljóðfræði, og þá er dr. Stefán' Einarsson sjálf-
kjörinn til þess starfs. J. Óf.
Jón Helgason: Hrappseyjarprentsmiðja. (Safn Fræðafélags-
ins, VI. bindi). 4+80 bls. Kh. 1928.
»Mikill fengur« eða »auðgun islenzkum bókmenntum« kveður
ósjaldan við í blöðum og timaritum, þegar rita er getið þar, oft
nauða-ómerkra, á borð við stafrófskver, lesbækur og kennslubækur
í reikningi eða vel það. Væntanlega fyrtist höf. ekki, þó að ekki sé
hér notuð svipuð lýsing. En hitt er ekki of sagt, að hin gagnlegasta
bók er þetta rit öllum þeim, er kynna vilja sér íslenzkar bókmenntir
(prentaðar) á ofanverðri 18. öld. Er þar lýst rækilega ritum þeim,
er gefin voru út í Hrappsey, upptökum prentsmiðjunnar þar og sögu,
og höfuðæviatriðum hinna helztu manna, er við það fyrirtæki voru
riðnir, en það voru þeir Ólafur Ólafsson frá Eyri (Olavius), Bogi