Skírnir - 01.01.1928, Page 246
Skirnir]
Ritfregnir.
239
garnli í Hrappsey og Magnús sýsluinaður Ketilsson. Hefir höf. áður
sýnt það, að hann er traustur og nákvæmur rithöfundur og leið-
saga hans örugg; ber þvi ljósast vitni doktorsritgerð hans (um
Qrunnavíkur-Jón). Sömu kosta kennir í þessu riti. Fáeinar athuga-
semdir skulu hér þó settar til fyllingar.
Á bls. 39 hefði mátt geta þess, að uppskriftir af konungsbréf-
um, sem Magnús Ketilsson notaði i lagasafn sitt og Árni Magnús-
son hafði borið saman við frumskjöl og konungsbréfabækur (Re-
gistre og Tegnelser), rnunu i öndverðu hafa verið léð hingað til
lands úr Árnasafni til afnota Jóni sýslumanni Árnasyni á Ingjalds-
hóli, er haft mun hafa eitthvað svipað verk í huga, enda samdi
merkisrit á sinni tið um islenzkt réttarfar að fornu og nýju (Den is-
landske Rettergang), er prentað var 1762.
Á bls. 53, 6. 1. a. o. er talið vafasamt, hvort varðveitzt hafi
nokkurt eintak af kvæðinu »Hugdilla« eftir sira Gunnar Pálsson.
Svo er þó ekki. Eintak er til í landsbókasafninu hér. Jón Sigurðs-
son safnaði á sínum tíma kvæðum síra Qunnars og komst þá yfir
prentað eintak af þessu kvæði; það er varðveitt með öðrum óprent-
uðum kvæðum í JS. 273, 4to.
Það má til sanns vegar færa, er segir á sömu bls., að síra Jón
Bjarnason hafi verið prestur »að Skarði«, ef tákna skal það, að hann
var prestur í Skarðsþingum; annars bjó hann á Ballará.
' Á bls. 57, 2. 1. a. o., er ekki skýrt, hvað »S. J. S « muni tákna,
og er þó höf. nákvæmur um þess háttar leiðbeiningar. Þetta mun
vera Sigurður Jónsson, er kallaður var skáldi, á Kollslæk.
Fræðifélagið hefir gefið út þetta rit. Það hefir áður gefið út
margar nytsamar bækur, þó að ungt sé að aldri. Það mun og eiga
margt og mikið óunnið, því að það er orðið svo öflugt, að það
mun þegar orðið langauðugast allra islenzkra félaga, er sinna út-
gáfu bóka. Hefir formaður þess (Bogi Th. Melsteð) sýnt hina mestu
rögg í því að efla félagið og safna til þess fé og styrkveizlum,
enda hefir það setið fyrir stórgjöfum.
Það kann að þykja athyglisvert, að þetta rit er gefið út með
styrk úr Carlsbergssjóði. Svo var og um Passiusálma síra Hallgrims,
er fræðafélagið gaf út í vandaðri útgáfu fyrir nokkurum árum. Áður
hefir og sjóður þessi stutt nokkuð íslenzka náttúrufræðinga. Er vel,
að stjórn sjóðs þessa meti að nokkuru við íslendinga bjórþamb
þeirra fyrrum. En stofnfje sjóðsins er arður af bjór, sem kunnugt er.
Púll Eggert Ólason.
Bjarni Sæmundsson: Synopsis of the Fishes of Iceland.
(Rit Visindafélags íslendinga, II., Reykjavik 1927).
Bók þessi, sem er 58 bls. að stærð, fjallar um islenzka fiska