Skírnir - 01.01.1928, Side 247
240
Ritfregnir.
|Skírnir
Hefur höf. dregið þar saman aðalefnið úr hinni íslenzku bók sinni
um fiskana, er kom hér út árið áður (1926). Bókin er rituð á ensku
og hefur hún að geyma þann fróðleik úr islenzku fiskabókinni, sem
sérstaklega á erindindi til útlendra fiskifræðinga; verður hún án efa
kærkomin handbók fyrir sérfræðinga. Bókin er vönduð að öllum
frágangi. Fylgir henni kort af íslandi, þar sem afmörkuð eru grunn,
álar og fiskimið umhverfis strendur landsíns.
Þetta er önnur bókin, sem íslenzka Vísindafélagið gefur út.
Þarf félagið að verða svo fjáð, að það geti gefið út árlega einhver
rit þessu lik, er færi útlendum vísindamönnum glöggar fregnir af
vísindastörfum landa vorra. Guðm. G. Bárðar.
Bjarni Sæmundsson: Zoologiske Meddelelser fra Island,
XV. (Vidensk. Medd. fra Dansk naturh. Foren. Bd. 84 p. 152—187.
Kbh. 1927).
Í grein þessari lýsir höf. 6 íslenzkum fiskum, sem ekki hafa
þekkzt áður hér við land; er einn þeirra fundinn við Norðurland (í
Eyjafjarðarál), en hinir 5 við suður- og vesturströnd iandsins. Hafa
þeir allir fundizt á árunum 1923—25, og hefur því höf. getið þeirra
í hinni ísienzku fiskabók sinni. Auk þess eru i ritinu viðbótarupp-
lýsingar um 30 islenzkar fiskategundir, sem hér eru heldur fágætar.
Ritgerðinni fylgja tvær ágætar myndir af beinhákarli, teknar af fiski,
sem veiddist á ísafirði 1925. Eru þessar myndir góður fengur, því
að i erlendum fræðibókum voru engar góðar myndir til af þessum
fágæta fiski. G. B.
Þorkell Þorkelsson: On the Geyser Theory. (Philosophical
Magasine, Vol. V., February 1928, p. 441—443).
í grein þessari leiðréttir höfundurinn misskilning á starfsemi
goshveranna, sem komið hefur fram í annari grein i þessu timariti.
Sýnir hann fram á, að kenningar Bunsens um hveragosin, sem fiestir
hafa aðhyllzt til þessa, séu eigi fullnægjandi til skýringar á gosun-
um, enda megi leiða rök að því, að kenningar Bunsens séu að
nokkru byggðar á röngum hitamælingum í gospípu Geysis. í síðari
hluta greinarinnar skýrir höf. stuttlega frá rannsóknum sinum á hin-
um einkennilega hver á Reykjanesi, sem gýs sjóðandi sjó, en ligg-
ur þó 1350 m. frá sjó og 20 m. ofar en sjávarmál. G. B.
Ingimar Óskarsson: Botaniske Iagttagelser fra Islands
nordvestlige Halvö, Vestfirðir. (Botanisk Tidskrift 39. B., 6. H.,
p. 401-444. Kbh. 1927).
Rit þetta fjallar um gróðurinn á nesinu milli Isafjarðar og