Skírnir - 01.01.1928, Page 248
Skirnir]
Ritfregnir.
241
Mjóvafjarðar við ísafjarðardjúp. Fyrst er gróðrarsveitum (Plante-
samfund) þessa svæðis lýst, og nefndar þær plöntutegundir, er ein-
kenna hverja gróðrarsveit. Eru hér 12 gróðrarsveitir taldar. í næsta
kafla eru taldar aliar þær tegundir af blómplöntum og æðri blóm-
leysingjum, sem höf. hefur fundið á þessu svæði; sagt frá útbreiðslu
þeirra á nesinu, hversu hátt þær hittist yfir sjó, hæð stærstu ein-
takanna, og ýmislegt fróðlegt sagt um vaxtarlag þeirra o. fl. Eru
hér 214 tegundir taldar. Þar næst er yfirlit yfir tegundirnar og út-
breiðslu þeirra og að siðustu eru taldar nokkrar tegundir, sem höf.
hefur safnað þar vestra utan við hið afmarkaða rannsóknarsvæði.
Ritinu fylgir gott kort af hinu rannsakaða svæði. — Hér er nýr rit-
höfundur byrjaður að rita. Það er hvorki skáldsaga né ljóðakver,
er hann sendir frá sér, heldur náttúrufræðislegt visindarit, vandað
að efni og frágangi og vel valin islenzk menningarkueðja til
erlendra vísindamanna. Hér er byrjað á nýju verki; — grannskoðun
gróðurfars á takmörkuðu svæði, — sem þörf er á að halda áfram
viðar, svo að itarleg fræðsla fáist um útbreiðslu plantna hér á landi.
En þekking vor á því sviði er enn öll i molum. Höf. hefur frá æsku
haft lifandi áhuga á grasafræði. Hann varð að hætta námi á miðri
leið vegna fátæktar og heilsubrests. En hann lét ekki hugfallast.
Í hjáverkum frá margs konar atvinnustörfum hefur hann jöfnum hönd-
um aflað sér fræðslu og rannsakað islenzkan gróður. Nú birtast
fyrstu ávextirnir af því starfi hans, — sígilt fræðirit, sem hiklaust
fær sæti í útiendu vísíndatímariti. Höf. hefur fleíri slik rit í smiðum.
Hann er sem stendur eini starfandi grasafræðingurinn hér á landi.
Hann hefur sýnt eigi minna þrek, áhuga og hæfileika, en þarf til
þess að taka meðal háskólapróf. Þetta rit hans er honum beztu
meðmæli og okkur löndum hans til sæmdarauka erlendis. En höf.
er bláfátækur og getur ekki haldið áfram rannsóknum sínum stuðn-
ingslaust. Er það minnkun okkur löndum hans, ef vér höfum eigi
einhver ráð með að styðja hann til starfa. G. B.