Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 251
II
Skýrslur og reikningar.
Jóhannes Þórðarson, Kolfreyjustað,
Jón Guðmundsson, kaupmaður í Vestmannaeyjum,
Jón Jónsson, bóndi í Purkey,
Július Tr. Valdemarsson, Kambi,
Kristján Kristjánsson, hjeraðsiæknir, Seyðisfirði,
Magnús Einarsson. dýralæknir,
Sigurður Ólafsson, fyrv. sýslumaður, Kallaðarnesi,
Stefán Sigurðsson, bóndi i Haga,
Stephán G. Stephánsson, skáld.
Fundarmenn minntust hinna látnu fjelagsmanna á venjulegan
hátt, með því að rísa upp af sætum sínum.
Forseti ljet þvi næst þess getið, að siðan á siðasta aðalfundi
hefðu verið skráðir 78 nýir fjelagar og að nú væru á skrá alls 1710
fjelagsmenn, þar af 29 heiðursfjelagar.
II. Þá las forseti upp reikninga fjelagsins fyrir síðastliðið ár.
Höfðu endurskoðendur ekkert fundið að athuga við þá og voru þeir
samþykktir í einu hljóði. Ennfremur las forseti upp reikning sjóðs
Margr. Lehmann-Filhé’s og Afmælissjóðs fjelagsins. Var ekkert við
þá að athuga.
III. Síðan skýrði forseti frá úrslitum kosninga, las upp fundar-
gjörð kjörfundar. Hafði forseti og varaforseti og sömuleiðis þeir
fulltrúar, sem áttu að ganga úr, verið endurkjörnir allir með öllum
þorra greiddra atkvæða.
IV. Þá voru endurskoðendur fjelagsins endurkjörnir báðir með
lófataki.
V. Forseti skýrði þvi næst frá útgáfu ársbóka þessa árs: Skírnir,
Safn, Fornbrjefasafn og Annálar kæmu út, sitt heftið af hverju.
Sjera Jóh. L. L. Jóhannsson óskaði að fjelagið sæi sjer fært
að halda áfram prentun Brjefabókar Guðbrands biskups Þorláksson-
ar. — Forseti kvað núverandi stjórn álita þarfara að gefa út fyrst
um sinn önnur rit en framhald þeirrar bókar, þar sem þegar væri
búið að vinna svo úr brjefum Guðbrands biskups sem raun bæri
vitni um. í sambandi við þetta minntist hann á, að stjórnin hefði
samkvæmt ályktun síðasta aðalfundar rannsakað, hve mikill sparn-
aður mætti verða að því, að breyta til um útgáfu Fornbrjefasafnsins,
fækka eintökum. Kvað hann sparast myndu um 100 kr. á örk við
að fækka eintökunum úr 2000 i 500.
Þá spurðist Guðm. G. Bárðarson fyrir um, hvort stjórn fjelags-
ins hefði gert nokkrar ráðstafanir til að endurprenta þau hefti, sem
uppseld væru af Lýsing íslands, og í annan stað spurði hann um
það, hvort fjelagið hyggðist að gefa út rit Jónasar Hallgrímssonar,
svo sem verið hefði í ráði einu sinni. — Forseti svaraði þeim fyrir-
spurnum svo, að stjórn sjóðs Þorvaldar Thoroddsens hefði jafnvel í
hyggju að gefa út Lýsing íslands á ný, en ísafoldarprentsmiðja ætl-