Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 5
VALSBLAÐIÐ O O Úr skýrslu knattspyrnudeildar Hjá II. flokk voru innanhússæf- ingar mjög illa sóttar, en æfinga- sókn batnaði nijög er útiæfingar byrjuðu, en æfingasókn mátti vera mun betri. Æfingar III., IV. og V. flokks voru með mikill prýði, enda þjálfarar þessara flokka mjög dug- legir og áhugasamir við starfið og þakkar deildin þeim alveg sérstak- lega fjrrir. Þó skýrsla Knattspyrnudeildar- innar sé í styttra lagi ber hún með sér að árangur í yngri flokkunum hefur verið mjög góður, og jafnbezt- ur allra knattspymufélaganna í Reykjavík. I ])ví sambandi má geta þess, að Valur hefur tekið þátt i öll- um þeim mótum, sem hann hefur látið skrá sig til, og það þótt félagið hefði ekki möguleika til að sigra, og mun það eina félagið í Reykjavík sem þannig hefur staðið við skuld- bindingar sínar í þessu efni. Þess má geta, að aðeins Valsmenn Iiafa þjálfað knattspymuflokka Vals á liðnu keppnistiambili. Það, sem helzt skyggði á, var það hve meistaraflokkurinn var misjafn í leikjum sínum, og náði ekki því út, sem í einstaklingunum bjó. Hér fer á eftir orðrétt úr skýrsl- unni og er forvitnilegt að sjá árang- urinn í hinum ýmsu flokkum: ÆFINGAR OG ÞJÁLFUN Eins og rmdanfarin ár var eitt fyrsta verk stjórnarinnar að ritvega þjálfara fyrir hina ýmsu flokka. Höfuðvandamál var að fá þjálfara fyrir meistara- og I. flokk. Var leit- að til ýmissa þjálfara, sem höfðu starfað undanfarin ár, meðal annars Óla B. Jónssonar o. fl. Síðan tókust sanmingar við okkar gamla félaga, Guðbrand Jakobsson, sem tók að sér þjálfun fyrir meistara- og I. flokk út keppnistimabilið. Frímann Helgason var svo vin- samlegui' að taka að sér þjálfun II. flokks með aðstoð Sigurðar Ólafsson- ar, og unnu það endurgjaldslaust. III. flokks þjálfunina annaðist Elías Hergeirsson. IV. flokk þjálfaði Mattliías Fljart- arson og V. flokk annaðist Róbert Jónsson með aðstoð Þorsteins Sivert- IV. flokkur A. Haustmeistarar. Fremri röð frá vinstri: Helgi Hreiðarsson, Jóhannes Mikson, Bergþór Einarsson, Guðmundur Helgason, Unnar Sigurleifsson. Aftari röð fré vinstri: Þor- steinn Einarsson, Stefán Gunnarsson, Sveinn tJlfarsson, Knútur Sigmarsson, Reynir Jóns- son, Sverrir Guðjónsson, Arnaldur Valgarðsson. sen. Æfingasókn var til að byrja með slæleg hjá meistara- og I. flokk, en lagaðist smátt og smátt og var sæmi- leg er útiæfingar byrjuðu. Þær hefðu mátt vera betri yfir keppnistíma- bilið. III. ílokkur B. Haustmeistarar. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Birgir Georgsson, Sverrir Matthíasson, fyrirliði, Magnús Baldursson, Pétur Jónsson, Gísli Jensson. Aftari röð frá vinstri: Geir Rögnvaldsson, Hallgrímur Guðmundsson, Sigurður Magnússon, Þórir Magnús- son, Bjarni Jónsson, Jón Gunnar Eðvarðsson, Elías Hergeirsson þjálfari. Á myndina vantar Arnar Magnússon og Öla Magnússon.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.