Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 18
16
VALSBLAÐIÐ
aða samleik, sem hæfir áhugamörm-
imi mun betur en langspymur. Það
hélt Val uppi á sínum tíma samfara
vissum aga í æfingum og leik.
Þessi kerfi fengu útrás og sönn-
uðu ágæti sitt þegar Ungverjaland
„burstaði" föðurland knattspymunn-
ar á sinum tima, og sem siðar nam
land í Manchester United í Eng-
landi, er það komst á toppinn.
Ég er þó ekki meðmæltur því, að
knattspyrnan sé of kerfisbundin, það
þarf að lofa einstaklihgnum að njóta
sín, fara sínar eigin götur, innan
ramma stilsins.
Ég mæli einnig með því, að menn
æfi oft en stutt í einu, þannig að
þeir verði aldrei leiðir. Æfa í 60
minútur í einu og taka á, 4 sinnum
í viku með U/2 tíma æfingu við og
við, væri nokkuð hæfilegt. Persónu-
lega fannst mér gott að æfa svolítið
daglega, og láta skjóta á mig í 30—
40 mínútur. Það var ekkert leynd-
armál.
Knattþrautimar þarf að endur-
bæta, þvi þótt þær hafi ýmislegt til
síns ágætis vantar þó inn í þær, að
menn sýni að þeir hafi réttan skiln-
ing á þvi hvað gera skal í visum til-
fellum í leik. Það vantar og meiri
hreyfingu í þrautimar, þar er of
mikið gert úr kyrrstöðu.
Verulega góðar skyttur eru sjald-
gæfar í dag. Þar vantar sennilega
betri kennslu og nákvæmari tilsögn
í undirstöðuatriðunum.
Ég get nokku um þetta dæmt,
því að þau skot sem ég tók á móti
í sumar voru ekki svipuð og skot
leikmanna fyrri ára. En eins og ég
sagði, í þessu verður að koma stefna
ofan frá og ákveðin lína að vinna
eftir.
„HUMORISTINN“
Þeir, sem þekkja Hermann, vita að
hann hefur verið og er mikill „hum-
oristi“, og þar sem hann hefur verið
hafa „brandaramir“ flogið um og
vakið kátinu. Þegar hann var spurð-
ur að því hvort hann minntist ekki
gamalla „brandara" úr félagslífinu,
kímdi hann góðlátlega og sagði:
Það var yfirleitt glaðlegur tónn
meðal strákanna, en flestir „brand-
aranna" voru þannig að þeir áttu
við augnablikið, en hafa ekki gildi
síðar.
t hópmnn vom miklir grinistar
eins og Magnús Bergsteinsson, Guð-
mundur Sigurðsson og Egill Krist-
björnsson. Slíkur tónn og góðlátleg-
ir „brandarar“ em mjög þýðingar-
mikið atriði í einu knattspymuliði.
Ég man það, að stundum sungum
við fyrir leiki, og síðar var mér sagt,
að mótherjunum, sem heyrðu söng-
inn, þætti það ills viti, en hvað um
það, allt þetta hafði sín áhrif til að
þjappa liðinu saman. Þetta hefur
sjálfsagt haft sálræn áhrif á mót-
herjana.
Einu atviki man ég þó eftir, sem
ég hef oft brosað að. Magnús Berg-
steinsson lék venjulega i stöðu hægri
útherja, og átti þá til allskonar sprell,
og gerði „kúnstir“ með knöttinn. Við
þetta bættist, að hann gat átt það
til að slengja „bröndurum“ og alls
konar stríðni á mótherjana skæl-
brosandi og stniðnislegur.
Eitt sinn var Magnús sérlega
,,upplagður“ og mótherjinn, bak-
vörðurinn sem á móti homnn lék,
átti bágt með að taka „grini“ Magn-
úsar. Þar kemur, að bakvörðinn
brestur þolinmæðin og hótar Magn-
úsi að fara til dómarans og klaga
fyrri honum orð og athafnir Magn-
úsar, og vesalings bakvörðurinn lét
ekki sitja við orðin tóm, hann þýtur
í áttina til dómarans með kæru sina,
en viti menn: Á meðan skýzt Magn-
ús inn á auða svæðið, þar sem bak-
vörðurinn átti að vera, og skoraði.
VALUR SINN EIGIN LEIKSTlL
Hvað vildir þú að lokum ráðleggja
Val?
Ég ráðlegg Val eindregið að byggja
upp sinn eigin leikstíl, eins og okkur
tókst á sínum tíma, það kom ekki af
Það mun fátítt, að hjón taki á móti íslandsbikar í kvenna- og karlaflokkum, og það sitt
í hvoru félagi. Þetta gérðist í vetur. Okkar ágœta Sigrlður Sigurðardóttir tók á móti Is-
landsbikarnum í meistaraflokki kvenna sem fyrirliði flokksins, og við hlið hennar stendur
hóndi hennar Guðjón Jónsson úr Fram, sem átti bróðurpartinn í sigri Fram í Islandsmót-
inu. Við Valsmenn getum þó státað svolítið af þvi að „betri helmingurinn" er okkar megin!