Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 24
22 VALSBLAÐIÐ Utanför meistara- I. og II. flokks Valsstúlkna til Norðurlanda Við sátum ofar skýjum um borð í flugvélinni Skýfaxa mánudaginn 24. ágúst og áfangastaður var Fome- bue-flugvöllur, rétt utan Oslóar. Hún var orðin að veruleika keppnis- förin til Norðurlanda og fyrirhöfn- in og erfiðið, sem hafði verið lagt á sig frá því senmma um vorið, var ekkið unnin fyrir gýg. Þær vom 18 valkyrjumar í hópn- um, sem biðu eftirvæntdngarfullar þess tíma sem fór í hönd. Við vor- um tveir fararstjóramir, ég og þjálf- ari stúlknanna, Þórarinn Eyþórsson, formaður Handknattleiksdeildar Vals, já og reyndar „alt mulig mand“ okkar héma í deildinni Um morguninn höfðu þeir kvatt okkiu á flugvellinum, Jón Kristjáns- son, varaformaður deildarinnar, og Axel Einarsson, stómarmeðlimur í HSÍ. Hvöttu þeir stúlkumar til dáða og ámuðu okkur heilla í förinni. Nú verða lesendur að fyrirgefa, að ekki skuli birt dagbók frá ferð- inni, en hana er ekki að finna. Skulu þvi hér dregnar saman minningar úr ferðalaginu, svo sérstæðar sem þær em hinar stórglæsilegu mót- tökur frænda okkar í Noregi, sem urðu eins og bezt var á kosið, þá hvemig svart er við hliðina á hvítu, en nágranna Normanna Sviana gist- \un við næst. Að síðustu minningar frá skemmtidögum í Danmörku. Það var rigning á Fomebueflug- velli þegar við lentum þar, en slikt hafði litið ða segja við hinu góða skapi stúlknanna. Og þegar tollskoð- un var lokið tóku þær strax til við að skipta ferðgaávísunum sínum í handbærar norskar krómir. Þama á flugvöllinn var kominn formaður Handknattleiksdeildar Elverum, Rolf Sætersmoen, til þess að taka á móti okkur. Hafði hann veg og vanda af allri þeirri gestrisni og móttökum þeim sem við fengum í Noregi. Frá flugstöðinni var nú haldið niður i miðborgina með SAS-bíl, en þaðan átti að fara með jámbrautar- lest upp til Elverum. Á afgreiðslu SAS var farangurinn geymdur með- an við fórum og fengum okkur að borða, en margur maginn var orð- inn tómur, og janfvel hefði einhver látið í sér heyra ef ekki hefði verið á erlendri gmnd. Eitthvað hafði tíminn liðið hraðar en áætlað var, og þegar við komum til afgreiðslu SAS voru aðeins nokkr- ar mínútur til brottfarar lestarinnar. Vom nú teknir bílar með töskumar og fórum ég Sigríður Sig., Hrafn- hildur og Þórarinn með þeim. Ætl- aði Rolf að ganga stytztu leiðina með stúlkunum, og áttum við að vera bú- in að koma töskunum inn á jám- brautarstöðina þegar þau kæmu. Gekk okkur fjórmenningunum vel, en þegar ekkert bólaði á stúlkunum og tíminn kominn urðum við úr- kula vonar um að ná lestinni. Litlu seinna kom Rolf þó, og sagði hóp- inn vera á leiðinni til Elverum með lestinni, yrðum við nú að koma far- Þessar vöktu mesta athygli í för Vals um Norðurlöndin i sumar, sérstaklega þær Sig- riður og Sigrún og þá ekki sízt fyrir ..froskahoppin" sín. Frá vinstri Sigríður, Katrín i miðið og Sigrún til hægri. angrinum með næstu lest, em gætum síðan ekið með honum. Höfðu þá stúlkumar komið inn á stöðina um annan inngang rétt í þann mund er lestin átti að fara. Var núK ekki tími til að leita okkar, heldur fékk Rolf þeim miðana og sá um að þær fæm allar með lestinni. Ókur við fjór- menningamir síðan með Rolf til Elverum um 2 tíma akstur. Það er vingjamlegt fólkið í Elve- rum, bæ sem er á stærð við Hafnar- fjörð. Það fór þvi vel um stúlkumar þar sem þær dvöldu á heimilum stallsystra sinna. Þama í bænum vöktu Valsstúlk- umar eftirtekt á sér með skemmti- legri framkomu, glaðværð og ekki þá sízt búningunum sem þær vom í. Þá var ein stúlkan einu sinni köll- uð inn í sælgætisverzlun og henni afhentur konfektkassi til stúlknanna, en gefandinn var vegfarandi sem hafði hrifizt af söng þeirra á götu úti. I Elverum sáum við ráðhúsið, og einnig var farið með okkur upp á skiðastökkpall þar rétt hjá og þótti okkur nóg um hæðina, 30 metra. Á þriðjudegi var fyrsti leikurinn í ferðinni leikinn, og var það í Brummendalen á móti Veldre, en það félag hafði styrkt liðið með 6 spilurum. Leikið var á ágætum gras- velli og í hinu bezta veðri. Leikur- inn var nokkuð jafn, en þó vom Valsstúlkurnar alltaf yfir. Staðan breyttist úr 2 :2 um miðjan fyrri hálfleik í 5 : 3 rétt fyrir lok hálf- leiksins og þannig stóð í hálfleik. I seinni hálfleik varð munurinn mest 4 mörk, en leiknum lauk með sigri Valsstúlkna 11:9. Stúlkumar okkar vom ekki nógu hreyfanlegar í leik þessum og nokkuð kvað að hinum íslenzka draug handknattleiksmanna okkar hvað snertir seinagang í vöm, eftir að hafa tapað boltanum. Að loknum leik þáðum við veit- ingar í boði Veldre og vorum við

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.