Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 26

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 26
24 VALSBLAÐIÐ Fór leikurinn fram á nýjum asfalt- velli þar og var þetta einskonar vígsluleikur. Komu margir áhorfend- ur til að hvetja heimaliðið. Leikurinn byrjaði nokkuð vel, en eftir 1 : 1 og 2 : 1 fór að hallast á verri endann og virtist þar hjálpa til skap Vals- stúlknanna, þegar dómarinn notaði kunnáttu sína. Þótti hann nokkuð hlutdrægur. 1 hálfleik var staðan 4 : 6. Sami munur hélzt yfirleitt út leikinn og töpuðum við 12 : 14. — Gaman hefði verið að vinna þama leikinn, því seinna fréttum við að Brandval hafði komizt í úrslitaleik um Noregsmeistaratitilinn. Á laugardegi komum við til Osló. Þar var dvalizt um daginn, en leið- indaveður var, dynjandi rigning. Um kvöldið komumst við svo á stúdenta- ball, þar sem skemmtu sér um 600 manns. Sökum þess hve snemma við áttum að fljúga til Gautaborgar næsta morgun var gengið til náða um miðnættið. Klukkan 8 á sunnudagsmorgni vorum við lent á Forslandaflugvelli, rétt utan Gautaborgar. Þar tóku á móti okkur félagar úr Heim, sem var gestgjafi okkar í Svíþjóð. Var síðan ekið til Skátar, þar sem við dvöldum næstu fimm daga. í Gautaborg voru leiknir tveir leikir. Voru báðir þessir leikir leiknir innanhúss í svipuðum sal og er í Valsheimilinu. Sá fyrri var mánudaginn 31. ág. Var hann á móti úrvali frá gest- gjöfunum Heim og Vasastema. Vannst sá leikur örugglega með 13 gegn 9. I hálfleik höfðu Valsstúlk- umar þó aðeins eitt mark yfir 5 :4. Eftir leikinn fómm við svo öll heim til hins ágæta Valsmanns Gunnars Gunnarssonar. Vorum við þar frameftir kvöldi og fengum hin- Þær voru taldar beztar í Norðurlandameistaramótinu hér í sumar. Sigríður Sigurðardóttir úr Val og Jorun Tvedt frá Noregi. ar beztu móttökur hjá þeim hjónum. Næsti leikur og sá síðasti í ferð- inni var á móti GKIK. Vannst sá leikur 17 : 13, eftir að Valsliðið hafði haft yfir í hálfleik 9 : 7. Á þennan leik komu nokkrir Is- lendingar, sem em við nám í Gauta- borg, og hvöttu stúlkumar. Dvölin í Gautaborg var tilbreyt- ingarlítil. Við fómm í Liseberg — Tivoli eþirra — og stúlkumar not- færðu sér útsölurnar. Heimararnir héldu okkur kveðju- hóf og vom Islandsfarar þeirra 1961 mættir þar. Annað gerðist varla og má segja, að móttökur þær sem við fengum þar hafi verið afar fábreytilegar, — lélegar. Á föstudagsmorgun var síðan flog- ið með þotu til Kaupmannahafnar. I Kaupmannahöfn var búið á hótel- um og þeir 5 dagar, sem við vomm þar, notaðir til verzlanaferða og skemmtana. M. a. var farið í hið margfræga Tivoli þeirra, dýragarð- urinn skoðaður að ógleymdri kvöld- stund í Cirkus Schumann. Miðvikudaginn 6. sept. var svo flogið heim. Ánægjuleg og lærdóms- rík ferð var á enda. Róbert Jónsson. Heimsókn Ajax . . . Framh. af bls. 19. með móttökumar, en handknatt- leiksdeildin eða nefnd frá henni sá um þær, en formaður hennar var Ulfar Þórðarson. Farið var með þá til Geysis og Gullfoss og þótti þeim mikið til koma að sjá fossinn, sem var nú í klakaböndum. Borgarstjóm Reykjavíkur bauð flokknum til hádegisverðar, og vom þeir gestir bæjarins og FH þann dag. Fóru til Krýsuvíkur og víðar, var það sama daginn og Ajax og FH kepptu. Það er almannarómur, að heim- sókn þessi hafi verið mjög vel heppn- uð bæði íþróttalega og einnig fjár- hagslega. F. H.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.