Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 3
VZc.
VnLSBLHÐIÐ
JÓLIN 1964 23. TÖLUBLAÐ
ÚTGEFANDI: Knattspymuíélagið VALUR. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg. RITSTJÓRN: Einar
Bjömsson, Frímann Helgason og Gunnar Vagnsson. Auglýsingaritstjóri: Friðjón Guðbjömsson. Prentað í ísafoldarprentsmiðju hf.
Jólahugvekja
eftir Grím Grímsson
DýrS sé GuSi í upphœSum og friSur á jörSu . . . :
Þannig sungu liersveitir himinsins, sem voru í fylgd
með englinum, þegar hann kunngjörði mönnunum
hinn mesta fagnaðarboðskap allra tíma: Y&ur er í
dag frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn í borg
DavíSs.
Ekkert atvik og enginn atburður trúarsögu vorrar
frá öndverðu skipar neinn sambærilegan sess í liug
og hjarta kristins lýðs um gjörvalla heimsbyggðina
og þessi, sem gerðist á Betlehems-völlum fyrir nær
tvö þúsund árum. Stórbrotin mynd, þrungin dul-
magni hins óræða og yfirskilvitlega, svipleiftur um
nótt undir blásvörtum himni með blikandi stjörn-
um. — Já, hvílík mynd, svo skýr, máttug og áhrifa-
mikil, sem enn megnar að laða oss til sín eftir ár
og aldir, jafnvel svo, að oss finnst sem vér séum
sjálf ásjáandi og heyrandi, að vér sjáum með eigin
augum engilinn, boðbera liiminsins, baðaðan ljósi
Guðs dýrðar og heyrum óminn af lofsöng hersveit-
anna, þegar þær hverfa aftur inn í liimininn. Og
þegar söngurinn hljóðnar, stöndum vér eftir með
hirðunum, þögul og gagntekin innri fögnuði og
friði í yfirþyrmandi kyrrð hinnar heilögu nætur.
Og engillinn hafði sagt: HafiS þetta til marhs, þér
munuS finna ungbarn reifaS og liggjandi í jötu.
Og nú, af því að vér höfum upplifað þennan at-
burð með hirðunum, getum vér haldið inn til Betle-
hem að hvílurúmi Frelsarans vors Jesú Krists, Jesú-
barnsins, sem Guð gaf oss til þess að hann yrði með
oss alla daga allt til enda veraldarinnar.
Þau höfðu komið til Betlehem seint um kvöldið,
vegmóð eftir langa, erfiða ferð. En hvergi var húsa-
skjól fyrri þetta framandi fólk langt norðan úr
landi, jafnvel þótt þau vektu athygli á því hvemig
ástatt var og stund hennar væri komin. Hvergi var
rúm fyrir þau í gistihúsunum, smiðinn Jósef frá
Nazaret og heitkonu hans, Maríu. Og að lokum leit-
uðu þau hælis í fjárhúsi, því að þar var næði að
finna fjarri erli og mannaferðum, og þar ól hún,
unga konan, frumburð sinn, sem liún vafði reifum
og lagði í jötu. Konungur konunganna var fæddur.
Og þegar vér nú á þessum jólum, göngum í eftir-
væntingu með fjárliirðunum inn í þessa fátæklegu
vistarveru til fundar við litla barnið og hamingju-
sama foreldrana, þá gleymum vér því hve fábreyti-
leg húsakynnin em, því að svo dýrleg er þessi
stund og sá hugblær, sem hér ríkir ekki af þessum
heimi. Svo gagntekin erum vér af mildum, þíðum
blæ himinsins, sem hér andar á móti oss, — af
birtu, fegurð og fögnuði þessarar stundar, að vér
finnum, að hér á himinninn einn, Guðs andi, hlut
að, mildi, miskunn og náð þess Guðs, sem er hald
vort mannsbamanna, traust og von.
Hér er friðnr Guðs og lielgi ívaf o>g uppistaða
lítils samfélags, föður, móður og barns, þar sem
barnið er þungamiðjan, sem vonirnar, fyrirheitin
eru bundin við. Hér mætast himinn og jörð. Og
þess vegna drögum vér skó af fótum vomm og
beygjum kné í lotning og tilbeiðslu fyrir guðdóm-
inum, Jesúbarninu, ímynd alls þess, sem gott er,
fagurt, lireint og óflekkað.
Hér við þetta livílurúm litla barnsins, mætist allt
það, sem oss er lieilagast, sem vér vildum sízt án
vera, og samvefst ljóma Guðs dýrðar í mannlegu
umhverfi, —■ verður að veruleika, staðreynd í hjört-
um vor mannanna, dýrmætri hugarreynslu, sem
aldrei máist út.
Dýrð sé Guði, lof og þökk á heilagri jólahátíð fyr-
ir þá náð sína og blessun oss til handa, að láta nú
enn einu sinni vonir vorar og óskir rætast um frið
í lijarta og Guðs andblæ í sál og sinni.
Friður Guðs og blessun veri með oss öllum á
heilagri hátíð Frelsara vors Jesú Krists.
LAWIV'" "XASAFN
253051
ÍSLANÖS