Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 10

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 10
8 VALSBLAÐIÐ Úr skýrslu handknattleiksdeildar GOTT STARF OG ÁRANGURSRÍKT Á aðalfundi Handknattleiksdeild- ar Vals flutti formaður hennar, Þór- arinn Eyþórsson, skýrslu stjómar- innar, og bar hún með sér að mikið hefur verið starfað og íþróttalegur árangur hefur verið góður á árinu. Verður hér ýmist dregið saman það lielzta eða orðrétt úr skýrslunni. Eftir að getið er stjómar og full- trúa í HKRR, en þeir vom Bergur Guðnason aðalfulltrúi, Róbert Jóns- son og Valgeir Ársælsson varafull- trúar, segir orðrétt: Stjóm deildarinnar leitaðist fyrir um það hjá karla- og kvennaflokk- unum, hvort áhugi væri fyrir keppn- isferð til útlanda. Eftir viðræðum við fólkið að dæma kom í ljós að mikill áhugi var fyrir slíku. Stjómin ræddi þetta mál á fund- um, og var tekin ákvörðun um að skrifa til Noregs og Svíþjóðar í þessu sambandi. Þegar svo jákvæð svör fóru að berast frá þessum löndum var hafizt handa af alvöru. Sett var af stað sölutjald 17. júní, og unnu við það bæði karlmenn og kvenfólk. Allur ágóði af tjaldi þessu átti síð- an að renna óskertur í ferðasjóð flokkanna. Tjaldsala þessi tókst mjög vel, og var fólkið mjög duglegt við starfann. Ákvörðun var tekin að senda bara kvennalið að sinni, en stólkumar höfðu, eins og áður er sagt, mikinn áhuga fyrir þessari ferð, enda marg- ar með 100% mætingar á æfingu yfir sumartimann. Ferð þessi varð I. flokkur kvenna. Islandsmeistarar Vals 1964. Fremsta röð lalið frá vinstri: Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sigríður M. Sigurðardóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir. Miðröð: Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Elin Eyvindsdóttir, Sigrún Sig valdadóttir. Aftasta röð: Sigrún Sigurðardóttir, Marin Samúelsdóttir, Kristin Jónsdóttir. Sigurvegarar í afmælismóti KR. Frá vinstri: örn Ingólfsson, Ágúst ögmundsson, Gunnsteinn Skúlason, Bergur Guðnason, Sigurður Guð- jónsson, Finnbogi Kristjánsson, Sigurður Dagsson og Pétur Antonsson.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.