Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 17
VALSBLAÐIÐ
15
Buchloh, þýzki snillingurinn i marki, sem hafði mest áhrif á þroska Hermanns sem mark
manns. Afmælisbarnið til hægri.
þetta virtist koma fát á KR-liðið, sem
sennilega hafa verið búnir að sann-
færa sig tnn sigur. Enn er byrjað á
miðju, en KR-ingar missa knöttinn
fljótlega, og eins og hvirfilvindur
snúa hinir smávöxnu framherjar
Vals til sóknar, hver sekúnda var
dýrmæt. Knötturinn leikur á milli
nokkurra Valsmanna, án þess að KR-
ingar geti komið fæti á hann og
truflað, og þetta endar með fjórða
marki Vals. Það var naumast tími til
að byrja aftur.
Það voru glaðir sigurvegarar í Is-
landsmóti sem gengu út af vellinum
í það sinn.
Annað atvik úr þesstun leik verð-
ur mér einnig lengi minnistætt, en
það var rétt áður en þetta skeði með
mörkin tvö. Ég fæ hörkuskot og
bjarga á línu, eða réttara sagt fram-
an við línu. Guðjón Einarsson er
dómari, og virðist sannfærður um
að mark hafi orðið, og bendir á
miðju. Ég er viss um að knötturinn
var ekki inni og tek það til bragðs
að hreyfa mig ekki lun þumlung, og
ligg sem fastast með knöttinn undir
mér. Þetta verður til þess að Guðjón
kemur til mín og fer nú að athuga
nánar allar aðstæður. Hann sér
strax að knötturinn var rétt fyrir
framan línuna, og að ég hafði ekki
hrevft mig. Úrskurðnr hans varð því
sá, að mark hefði ekki verið skorað.
Eitt árið vorrun við í úrslitum við
Fram, og er þá dæmd réttilega vita-
spyrna á Val. Ólafur Þorvarðarson
tók spymtma, og mér tókst að verja,
spymi þegar í stað til Egils fram á
kantinn, hann hleypur fram og
spymir hátt fyrir markið. Þráinn
fór heldur framarlega og knötturinn
dettur inn í markið fyrir aftan hann.
Beztu lið?
Bezta lið, sem ég hef séð á ferð-
lun mínum erlendis og sem em orðn-
ar nokkuð margar, er tvimælalaust
F. C. Dresden í Þýzkalandi. Þar vom
stjömur af heimsklassa, og minnist
þar sérstaklega hins hávaxna mið-
herja Helmuth Schön, sem nú er
orðinn ríkisþjálfari Þjóðverja.
Bezta lið, sem hignað hefvur kom-
ið, er að mínu áliti Lokomotiv frá
Sovétríkjumun. Leikmenn vom lik-
amlega sterkir, tekniskir, og skot-
vissir, meira að segja bakverðimir
skomðu úr 30 metra færi.
VALUR EÐA AKRANES BEZT
Hvaða íslenzkt lið bezt á því tíma-
bili sem þú manst?
Það er erfitt fyrir mig að fullyrða
um það, en ég held að Valur og
Akranes séu beztu liðin sem ég
minnist. Eigi má heldur gleyma
þeim röndóttu, KR, þeir vom og em
hættulegir og skemmtilegir andstæð-
ingar, sem manni þótti aUtaf gaman
að sigra. Akranes á merkilegt tima-
bil í íslenzkri knattspymu. Rikarð-
ur og Þórður Þórðarson verða menn
sem lengi verður minnzt og hafa sett
svip á knattspymuna hér, og aðrir
góðir komu þar á eftir.
Reidar Sörensen lagði visindaleg-
an grandvöll að knattspymunni í
Val, sem varð til þess á þeim árum
að Valur átti sinn eigin leikstil.
Hann ræddi um þriggja bakvarða
kerfið, sem við svo kynntumst betur
í Noregsferðinni 1935. Þetta var svo
orðið meira þroskað er við lékum við
gott skozkt lið hér 1937, og ekki síð-
ur í leiknum, sem fyrr gat, við Þjóð-
verja.
Þegar allt er tekið með, held ég
að Valur hafi verið betra lið á sín-
um beztu árum.
Sörensen kynntist austurrískri og
þýzkri knattspymu á námsárum sín-
um í Þýzkalandi og í þá daga var
hámenning knattspymunnar í Mið-
Evrópu og nánast í Austurríki.
Það sem einkenndi Valsliðið á
þess beztu árum, var viljinn til að
berjast þar til yfir lauk, aldrei upp-
gjafarkennd, og liðið vann saman
með sínum stutta samleik sem Hðið
tileinkaði sér.
Þá seiglu og vilja, sem það sýndi
yfirleitt, hef ég aldrei séð í svo rík-
um mæli hjá neinu liði.
KSI Á AÐ MÓTA STEFNUNA
Hvað vilt þú segja um íslenzka
knattspymu í dag?
Ég hef lengi haldið því fram, að
okkur hér á landi vantar okkar eig-
in leikstil. Hvert land, sem á þrosk-
aða knattspymu, kostar kapps um
það að eiga sinn eigin leikstil. Ef
við spyrjum í dag hver sé hirm ráð-
andi leikstíll í íslenzkri knattspymu,
verður erfitt að svara, því hann er
í rauninni ekki til. Meðan svo er
verður knattspyman eins og hún
komi sitt úr hvorri áttinni, og eng-
in heild í neinu.
Þesst stefnu á Knattspjnnusam-
band Islands að móta. Það á að sjá
um að hér verði skapaður okkar eig-
in lands-still í knattspymu. I þvi
sambandi mundi ég hiklaust mæla
með hinum svonefnda meginlands-
stíl.
Þar á ég við hinn stutta hnitmið-