Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 32
30
VALSBLAÐIÐ
VIÐ KYNNUM
hina dáðu þjóðhetju Brazilíumanna
og beztu skyttu í heimt’ PeU\ konung knattspymunnar
Hann er stórauðugur maður.
Hann er rómaður í ljóði og óbundnu
máli, hann hefur lcikið aðalhlutverk-
ið í kvikmynd um eigin ævi sína og
hann færi 1500 bréf á mánuði frá
aðdáendum um víða veröld. Hann
er þekktur undir nafninu Pelé, en
hið rétta nafn hans er: Edson Aran-
te do Nascimento — og hann er
Brazilíumaður. Hann er mesti knatt-
spymumaður í heimi, hinn ókiýndi
kommgur knattspymuíþróttarinnar.
1 landsleikjum þeim, sem hann
hefur tekið þátt í á sex ára tíma-
bili, hefur Pelé skorað að meðaltali
eitt mark í hverjum leik. Öllum öðr-
um fremur er það hann, sem stuðl-
að hefur að sigri Brazilíumanna í
heimsmeistarakeppni tvisvar í röð,
1958 og 1962, og félag hans, Santos,
hefur tvisvar í röð orðið heimsins
bezta knattspymufélag.
Knattspymnjöfurinn Pelé er hæg-
látur og fallegur 24 ára gamall negri.
Hann er um 175 cm á hæð og veg-
ur 73 kíló. „Pelé getur gert með
fótunum sérhvað það, sem sjónhverf-
ingamaður mætti vera hreykinn af
að geta með höndunum,11 sagði mót-
herji Pelé eitt sinn að leik loknum.
Knattrekstur hans er öldungis frá-
bær. Það er líkt og hann gæli við
knöttinn ýmist með hægri eða vinstri
fæti, skiptir eldsnöggt um hlaupa-
lag, frá drjúglöngum skerfmn í ör-
hraðan fótaburð, leikur á mófherj-
ana, svo engu er líkara en þeir hafi
skotið rótum á vellinum, og svo:
BANG! Það verður því likast sem
sprenginn bak við knöttinn og hann
hvín í homið við stöng og slá.
Engin íþrótt dregur að sér jafn-
marga áhorfendur og knattspyman.
Ekki einu sinni krikketið jafnast á
við hana i Englandi, og Spánverjar
missa heldur af nautaatinu sínu en
góðum knattspymuleik. Allt að 200
Pelé.
þúsund áhorfendur í senn koma á
knattspyrnuleiki i Bíó de Janeiro,
130 þúsund í Madrid og 140 þúsund
í Glasgow. Á Bretlandi taka 10 mill-
jónir manna þátt i knattspymuget-
raunum, fimmta hver fjölskylda,
fyrir 16.000 milljónir islenzkra
króna á ári!
Það er þessi gífurlega þátttaka og
áhugi fyrir knattspymunni sem
veldur því, að snillingar eins og Pelé
em virði þunga síns í gulli, og það
er síður en svo of mikið sagt. Keppn-
in milli knattspymufélaga atvinnu-
mannanna er hnífskörp og mjög
hörð. Eitt sinn gerðu þrjú beztu
knattspyrnufélög Ítalíu tilboð í Pelé.
Þau buðust til þess að greiða yfir 60
milljónir króna fyrir piltinn. Félag
Pelé, Santos, var á báðum áttum, en
hver var það, sem greip inn i ? Eng-
inn annar en þáverandi forseti Brazi-
liu, Janio Quadros. Hann skipaði svo
fyrir að tilboðinu skyldi vísað á bug.
Þvi var lýst yfir, að Pelé væri þjóð-
areign. í flokki með ómetanlegum
listaverkum og lagt á hann útflutn-
ingshann. I raun og vem hafði það
aldrei hvarflað að ráðamönnum San-
tos að selja hann. Beyndar af næsta
eigingjömum hvötum, því eins og
formaður félagsins sagði: „Ef við
hefðum selt Pelé, hefðum við á
stundinni verið myrtir án dóms og
laga“.
SUÐANDI KÖLIBRÍFUGLINN
Edson Arantes do Nascimento
ólst upp í jámbrautarbæmnn Bauru
í fylkinu Sao Paulo. Faðir hans var
fátækur skiifstofumaður. Bömin
vom fimm og fjölskyldan bjó í
hreysi. Edson litli hafði einungis göt-
una til þess að leika sér á.
En faðir Edsons hafði á unga aldri
leikið knattspyrnu, og hann hóf
snemma að kenna Edson litla listir
knattspymunnar. Hann var orðinn
þó nokkuð leikinn löngu áður en
hann fór að geta stafað. Og með
berum fótunum lék hann. Jafnframt
varð fátæki snáðinn að afla tekna
til framfæris fjölskyldunni. Hann
seldi hnetur fyrir utan kvikmynda-
liúsin, burstaði skó og seldi blöð. En
hann átti það sammerkt með öllum
braziliönskum drengjum, að knatt-
spyman átti frá fyrstu tíð hug hans
allan.
Svo var það dag nokkmn, að Ed-
son lék til uppfyllingar í leik með
verkamönnum, sem voru að reisa
stórbyggingu í nágrenni þorpsins.
Maður að nafni Waldemir de Brito,
fyrrverandi atvinnuknattspymu-