Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 27

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 27
VALSBLAÐIÐ 25 * Hver er VALSMAÐURINN? Þegar við förum að vega og meta ágæti manna í íþróttafélagi mun oft- ast staldrað við þá sem náð hafa vissum afrekum í íþróttum, vissri getu, og þá sjaldnast miðað við minna en úrvalsmennina, „stjöm- umar“. Þeir verða umræðuefnið meðan þeir „lýsa“ kringum sig með ágæti sínu og þeir verða áframhaldandi umræðuefni í ljósi minninganna, og þá er stundum ekki dregið úr. Viða er það þó svo, að þegar farið er að leita að þessum úrvalsmönnum í félögunum, þá em undra fáir sem una við störfin sem standa á bak við líf og velgengni félaganna. Valm- er þar engin undantekning. Aftur á móti finnum við menn, sem ein- hvem tima hafa komizt í nokkra snertingu við leikinn, án þess að hafa getað notað hann sem nokkurs kon- ar stökkbretti upp á einhvem af- rekahekk, þar sem þeir væm skoð- aðir í stjömudýrð. Einn þessara manna er Guðmund- ur Ingimundarson. Hann komst í kynni við leikinn þegar hann var i öðrum flokki, og hann kynntist þá einnig Val. Ekki var það þó vegna þess, að umhverfis hann væri sægur ungra Valsmanna sem beittu áhrif- um sínum. Hann var þá suður í Skerjafirði og enginn Valsmaður þar, að þvi er hann bezt vissi. Hann naut þess að leika sér, vera með, þó vissi hann, að hann var engin „stjama" í knattspymu, en þeir, sem sáu Guðmund í leik, sáu annað, sem æ siðan hefur speglast í störfum hans fyrir Val. Þeir sáu, að hann lagði í hverja æfingu og leik þá sam- vizkusemi og trúmennsku sem hann átti til. Guðmundur varð strax mjög fé- lagssinnaður, og stundaði því leik sinn með skyldurækni hins góða fé- laga. Á þessum ámm lagði hann grundvöllinn að tryggð sinni við Val, fyrir milligöngu knattspym- unnar og handknattleiksins. Guð- mundur var ekki í stjömuljóma hins útvalda knattspymumanns, þótt hann væri vel liðtækur í sínum flokki, en um hann lék þegar ljómi starfsgleðinnar, og viljans til að vinna fyrir félag sitt, taka á sig AÐALFLIMDUR VALS 1964 Aðalfundur Vals var haldinn í fé- lagsheimilinu að Hlíðarenda, mið- vikudaginn 25. nóv. s.l. Formaður félagsins, Páll Guðna- son fulltrúi, setti fundinn með stuttu ávarpi, þar sem hann bauð félagana velkomna. Stakk harm síðan upp á Ægi Ferdinandssyni, sem fundar- stjóra og Elíasi Hergeirssyni, sem fundarritara. Var það samþykkt samhljóða. Fyrir fundinum lá ýtarleg skýrsla um störf aðalstjórnar, ásamt skýrsl- um deildanna. Fylgdi formaðurinn skýrslunni úr hlaði með ýtarlegri ræðu, þar sem hann gat nánar ým- issa liða félagsstarfsins. Að ræðu for- manns lokinni, flutti Þórður Þor- kelsson gjaldkeri félagsins, skýrslu um fjárhagsafkomuna og las upp reikningana. Þá flutti Sigurður Öl- afsson framkvæmdastjóri íþrótta- hússins yfirlit um reikninga þess og starfsemi. Einnig voru fluttir reikn- ingar félagsheimilisins og Valsblaðs- ins. Að því búnu hófust almennar umræður og voru hinar fjörugustu. Tóku margir til máls og víða við komið, svo sem vænta mátti, um svo yfirgripsmikið og margþætt starf, bæði fjárhagslega og félagslega, sem hér var um að ræða. Voru umræður manna yfirleitt hinar atliyglisverðustu og báru vitni um almennan áhuga fyrir fram- gangi félagsins og starfi þess. störfin, kynda undir þeim eldi sem nauðsynlegur er hverju félagi. Og hann hefur ekki slegið slöku við í þessi bráðum 20 ár sem hann hefur verið starfandi fyrir Val: I aðalstjórn félagsins í mörg ár, for- maður i Skiðadeild, starfandi i Hús- nefnd, Vallarnefnd, Handknattleiks- nefnd, stjóm Knattspymudeildar, í mótanefnd i mörg ár með sinni al- kunnu samvizkusemi, og vafalaust er ýmsu gleymt. Það em menn eins og Guðmund- ur, sem hvert félag stendur í ómet- anlegri þakklætisskuld við, það em þeir sem varpa ljóma á starfsemi fé- lagsins, og það er þessi ljómi sem er nauðsynlegur til þess að „stjöm- ur“ komi fram og afreksmenn — og gott félagslíf. F. H. Meðal tillagna, sem samþykktar voru, var að endurskoða lög félags- ins og leggja fmmvarp að þeim fyrir næsta aðalfund, ennfremur að gera nánari athugun á þvi að aðalfund- irnir skyldu framvegis verða full- trúafundir, þar sem deildimar kysu fulltrúana. Hefir mál þetta áður bor- ið á góma og verið nokkuð rætt, en endanleg úrslit þess ekki legið fyrir. Ýmsar framkvæmdir vom gerðar í íþróttahúsinu, en stjómamefnd þess skipa þeir: Sigurður Ólafsson, Frímann Helgason og Andreas Bergmann. Lokið var við búnings- klefa og áhaldageymslu og skrifstofu félagsins, undir tréverk og máln- ingu. Þá vom og böð og búningsklef- ar málaðir, ennfremur gólf íþrótta- salarins „lakkerað11, og veittu hand- knattleiksstúlkumar við það starf mikla og góða aðstoð. Þá var og ný vatnslögn lögð frá íþróttahúsinu að félagsheimilinu o. fl. var þama unn- ið til þrifa. Þá lagði framkvæmda- og vallamefnd, sem skipuð er 6 mönnum, undir stjórn Olfars Þórð- arsonar læknir, góðan skerf til lag- færingar utan húss á Hliðarenda, auk þess sem hún undirbjó æfinga- velli, sern senn verða teknir í notk- un. — I stjórn félagsins fyrir næsta ár vom kjörnir þeir: Páll Guðnason formaður, Gunnar Vagnsson, Þórður Þorkelsson, Friðjón Friðjónsson og Einar Björnsson.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.