Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 8

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 8
6 VALSBLAÐIÐ keppt við bezta lið Völsunga og tap- aði Valur 0:3. Á Siglufirði vann Valur 5:1. Móttökur voru prýðis- góðar. Þó sérstaklega glæsilegar á Siglufirði, þar sem hópurinn hafði fyrst uppihald. Þátttakendur voru 22 piltar auk fararstjóra þeirra: Elí- asar Hergeirssonar og Guðmundar ögmundssonar. Farið var með V. flokk i skála- ferð helgina 4.—5. júlí. Sáu þjálfar- inn, Róbert Jónsson, og Sigurður Marelsson um ferð þessa, sem var drengjunum til mikillar ánægju. Farið var í gönguferð um nágrennið og ýmsa leiki heima við. Einnig var farið með V. flokk í eins dags ferð i september. Farið var til Keflavikur og leikinn þar leikur, sem Valur vann 4:1. Siðan var haldið út Revkjanesskagann til Grindavikur og Krýsuvikur, og svo áfram til Hveragerðis og Þingvalla og þaðan til Reykjavíkur. Skemmtu drengim- ir sér mjög vel. Haldnir voru fundir með meistara- og I. flokki, með líku sniði og und- anfarin ár. Væri æskilegt að fund- um þessum verði komið í fastara form, því þeir skapa félagslegan þroska hjá liðunum. Fllutavelta var haldin að venju og gekk hún mjög vel. 17. júní var r-XWWKvv.-XyíSíí w v-..- Wmmm ■ ■ H Gunnar Felixson að- eins of seinn. Björg- vin hefur bjargað. Árni er til taks. Hinn sigursæli fimmti flokkur Vals, allar sveitir samankomnar, við hátiðlegt tækifæri. I fremstu röð er A-sveitin, í annarri röð er B- sveitin og í þriðju röð er C-sveitin. Við skulum vona að þeir hafi einnig gaman af að leika i A, B og C í III. flokki, II. flokki og í I. aldursflokki. F.f svo verður þarf Valur ekki að kviða.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.