Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 33
VALSBLAÐIÐ
31
ma'ður, átti leið þarna hjá og fór
að fylgjast með af rælni. Sér til mik-
illar undrunar sá hann þennan skin-
horaða og sýnilega vannærða dreng,
þar sem hann sveif eins og lítill fugl
í alls konar krákustígum milli hinna
fullorðnu manna með boltann sem
límdan við bera fætuma. Það duld-
ist ekki hinum reynda knattspyrnu-
manni að hér var efni á ferðinni, og
hann hafði orð á því.
t heil fjögur ár var Edson litli
undir handleiðslu Waldemirs de
Brito. Að þeim liðnum gaf hann
Edson fyrstu siðbuxumar, sem hann
eignaðist á ævinni, og fékk samþykki
foreldra hans til þess að taka hann
með sér til kaffibæjarins mikla, San-
tos. Þar kynnti haim feiminn fimm-
tán ára ungling fyrir virðulegri
stjóm Santosfélagsins með þessum
orðum: „Þessi drengur verður á sín-
um tíma mesti knattspyrnumaður
heims“.
Edson var strax látinn fara að æfa
með atvinnumönnum félagsins og
það kom fljótlega í ljós, að Walde-
mir de Brito var enginn annars
flokks spámaður. Heima í litla bæn-
Bauro var hann vanur þvi að leika
á sér stærri og sterkari menn, og
hann hefði enga minnimáttarkennd
gagnvart snillingum Santos. Að
skömmum tíma liðnum var hann
fastráðinn í eitt af liðum félagsins
með 3 þúsund króna kaupi á mán-
uði. Hann lék sinn fyrsta leik með
Santos árið 1956. Santos vann þann
leilc með 7:1, og Pelé fór ekki svo
slaklega af stað. Hann skoraði fjög-
ur af mörkunum!
HEIMSFRÆGÐ
Áður en ár var liðið var þessi fyrr-
verandi skóburstari, yngsti atvinnu-
maður knattspyrnusögmmar, orð-
inn þjóðsagnakennd persóna i Brazi-
líu. Á knattspymuvellinum var eng-
inn honum likur, það voru menn
sammála um. Það var alveg sama
hversu hratt hann þurfti að hlaupa,
hann hafði ávallt fullt vald á knatt-
inum, það var þvi líkast sem knött-
urinn væri yú-yú í ósýnilegu bandi.
Hann var aldrei i neinum vandræð-
um með að gefa knöttinn til sam-
herja. Nákvæmni hans með skalla
brást aldrei. Hann lét sig engu skipta
með hvorum fætinum hann spymti
knettinum og hann gat leikið knett-
inum með snúningi fram hjá örviln-
uðum vesalings markverði mótherj-
anna, þegar honum bauð svo við að
horfa.
En iþróttablaðamennirnir upp-
götvuðu fljótlega, að Pelé hafði enn
einn hæfileika: Hann var „taktiker“
af guðs náð. f hita leiksins megnaði
hann, ískaldur og rólegur, að byggja
upp hinar flóknustu árásaraðgerðir.
Á hverri sekúndu leiksins virtist
hann þekkja staðsetningu hvers ein-
asta mótherja og geta sér auk þess
til um það, hvað hver þeirra ætlaðist
fyrir. Þetta er án alls efa stærsti
styrkur hans, að geta myndað sókn-
djarfa og samstillta einingu, hvort
heldur til varnar eða árásar, úr sér-
hverju ellefu manna liði.
Enginn veit hvernig hann fékk
nafnið Pelé, og enginn veit heldur
hvað það þýðir. Það er bara gælu-
nafn.
Árið 1958, í heimsmeistarakeppn-
inni í Stokkhólmi, vann hann sér al-
þjóðlega frægð. Hann var þá aðeins
17 ára og ekki heill vegna meiðsla
i hné, en samt skoraði hann úrslita-
markið móti Wales með snillibragði,
sem knattspyrnusérfræðingur tala
enn um. Pelé sneri baki í mark
Walesmanna, lyfti knettinum í
mjúkum boga aftur fyrir sig og
beygði sig undir hann. Knötturmn
snerti annan bakvörð Walesmanna
og hraut af honum (það er uppá-
haldsskemmtun Pelé að nota varnar-
menn mótherjanna sem marksteng-
ur), og áður en knötturinn kom til
jarðar var Pelé kominn í skotstöðu
og negldi knöttinn í netið með vinstri
fæti.
Á svipaðan hátt lék hann listir
sínar í úrslitaleiknum við Svíþjóð.
Hann var umkringdur af mótherj-
um og á leið frá marki Svianna, fékk
þá knöttinn sendan til sín og stöðv-
aði hann með lærinu. Hann lyfti
knettinum upp yfir höfuðið, sneri
sér leifturhratt og á næsta sekúndu-
broti þaut knötturinn fram hjá vam-
arlausum sænska markverðinum. Og
á seinustu minútu leiksins vann Pelé
hástökkseinvígi við miklu hærri
mann og skallaði knöttinn í netið.
Það voru verðug úrslit á leik, sem
endaði 5 :2 fyrir Brazilíu og færði
henni heimsmeistaratign i annað
sinn.
Alla tíð síðan liafa fréttaritarar
um knattspyrnu haft nóg að starfa
að skrifa um þennan mesta snilling,
sem knattspymusagan þekkir. Á
Italíu er hann kallaður II Re, „kon-
ungurinn“, í Frakklandi La Tulipe
Noire, „svarti túlipaninn“, í Chile
„El peligro, „hættan“. 1 munni
Hér hefur Pelé enn einu sinni leikið á hinn sterka varnarmann, Parling frá Sviþjóð, og
er þó aðeins 17 ára þegar það gerðist.