Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 31

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 31
VALSBLAÐIÐ 29 lagið. Við hugsuðmn og töluðum. Loks sagði Loftur: Hatturinn hans er orðinn svo gamall, slitinn og ljót- ur, getum við fekki gefið honum nýj- an hatt? Mér fannst mikið til um tillöguna. Söfnun hófst þegar og gekk ágætlega. Næsta dag var keyptur harðui' hattur í Thomsens Magasin fyrir kr. 2,85, og ég man það vel enn hversu hátíðlegir við Loftur vorum þegar við löbbuðum niður í KFUM og færðum séra Friðrik hattinn að gjöf frá Val. — Þetta var fyrsta heiðurs- gjöf félagsins. í grein þessari talar Guðbjörn um stofndag Vals, og virðist sem mikið hafi verið um að vera, og hann heldur þannig áfram: — Séra Friðrik var að halda fund suður í Hafnarfirði þetta kvöld. Þá voru engir bílar komnir og gekk hann því milli bæjanna. Hans var því ekki von fyrr en kl. 1 um nótt- ina og höfðum við því nægan tíma til að ræða áhugamál okkar, en við hann vorum við hálf feimnir vegna þess, að enda þótt hann hefði leyft okkur að stofna slíkt félag innan KFUM, vissum við að hann hafði lítið álit á þessari íþrótt. En síðar, er hann kynntist gangi og skipulagi leiksins, sá hann strax þá þjálfun og þroskaskilyrði sem í honum fólust, og varð hann þá áhugasamastur okk- ar allra rnn framgang félagsins, og veitti ómetanlegum andlegum straumum í leik okkar og félagslíf, t. d. kom hann á hverja æfingu sem hann gat, talaði í okkur kjark og drengskap og endaði með söng og bæn, en þannig var hver æfing end- uð þá, og setti það sinn blæ á fé- legslífið. Guðbjöm segir með auðsýnilegri ánægju frá hjólreiðaferðalögum þeirra fmmherjanna, bæði til að finna leikvelli og eins berjaferðum. Um eina slíka berjaferð segir hann á þessa leið: — Eitt sinn fórum við í berjaför upp að Hami'ahlíð. Við höfðum, eins og oftast í slíkum ferðum, með okk- ur lítið tjald og áhöld til kaffihitun- ar. Síðdegis gerði regn mikið og skunduðu allir að tjaldinu og var kaffi hitað. Enginn fékk þó að fara inn í tjaldið nema kokkurinn. Hinir máttu stinga höfðinu inn fyrir skör- ina, en liggja að öðru leyti úti, og þótti það betra en ekki. Nokkra bæj- arbúa bar að tjaldinu, sem vora að koma úr útreiðartúr, og fengu þeir allir kaffi. Kváðust þeir aldrei hafa fengið betra kaffi, og þótti okkur þetta lof næg borgun fyrir greiðann, einkmn þar sem einn gestanna rak kaffihús í bænum. Það mun hafa verið í þessari ferð, sem Lási (Nikulás Halldórsson tré- smiður) lánaði séra Bjama Jónssyni, þá nýorðnnm dómkirkjupresti hér, reiðhjólið sitt til bæjarins, þvi hans hjól var bilað. Það var ekki laust við að við hinir öfunduðum Lása af þess- ari fremd, en hreyknastur var auð- vitað Lási sjálfnr af þvi að hafa orð- ið fyrir þeirri vegtyllu að lána dóm- kirkjuprestinum hjólið sitt. Hér verður staðar nrnnið í þessum minningmn Guðbjamar frá fyrstu árunmn. En Guðbimi þökkuð störf- in, um leið og Valsblaðið og allir Valsmenn áma honum allra heilla í tilefni af þessu merkisafmæh. F. H. Sökk í jörðu niður Það kom fyrir í knattspymukapp- leik í Frakklandi í sumar, að leik- maður einn hoppnaði hátt upp til að skalla knött, og samkvæmt þyngd- arlögmálinu kom maðmiim auðvit- að niður aftm. En svo undarlega brá við að mað- urinn stöðvaðist ekki á grasinu þar sem hami kom niðm, en hélt áfram niður og niður og sat að lokum fast- m með höfuð og hendm upp úr! Sló nokkrum felmtri á leikmerm og á- horfendur og mðu félagar hans höndum seinni til að draga hann upp úr, hafa ef til vill haldið að „sá gamli“ ætlaði sér að ná manninum í sitt ríki. Það tókst nú ekki góðu heilli, og var maðurinn dreginn upp- úr. Kom þá í ljós, að smá vatnsseytl hafði flutt jarðveginn í bmtu og hékk yfirborðið saman á grasinu á smábletti, sem þó þoldi ekki þung- ann þegar maðurinn kom niðm með öllum þunga sínum! lönaöarbanki Islands h.f. Læk]argötu 10, Reykjavík. Simi 20580. ÚTIBtJ: Strandgötu 34, Hafnarfirði. Sími 50980. BANKINN er stofnaður fyrir forgöngu iðnrekenda og iðnaðarmanna til þess að styðja iðnað landsmanna. BANKINN annast hvers konar banka- starfsemi innanlands.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.