Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 22

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 22
20 VALSBLAÐIÐ að æfingaskipulagmu sé ábótavant“, - SEGIR Margur Valsmaðurinn, sem hefur fylgzt með meistaraflokki félagsins á s.l. sumri, hefur velt mikið vöng- um yfir því, hvemig geti staðið á því hve leikir liðsins voru misjafnir í sumar. Stundum léku þeir vel, náðu saman í góðum samleik með sigursælum árangri, og svo gat næsti leikur orðið það mótsetta, þar sem fátt eitt gekk vel, menn náðu ekki saman, virtust leiðir á þessu öllu saman, og árangurinn varð eftir þvi. Ef hver einstkaur í liðinu var at- hugaður, vom þar samankomnir 11 ágætir einstaklingar, með leikni og oft með góðan skilning á því hvað knattspyma í rauninni er. Að sjálfsögðu mðu svörin við spumingunni: Af hverju gengur þetta svona? mörg og mismunandi. Þar sem þetta var eiginlega eina alvarlega Spumingin varðandi knatt- spymuflokka félagsins, og þar sem meistaraflokkurinn er nú einu sinni kallaður „andlit“ félagsins, og unn- endur þess vilja að það sé sem „hreinast“, þótti Valshlaðinu til- hlýðilegt að fá reyndasta mann liðs- ins, og auk þess íþróttakennara að mennt, til þess að segja áht sitt á þessu máli, en það er Ámi Njálsson. Ámi taldi það vera erfitt fyrir sig að fara að tala út um þetta atriði, en kvaðst þó ekki vilja neita, ef það gæti orðið til þess að finna þetta „leyndarmál“ liðsins. Ég álít, segir Ámi, að skipulaginu á æfingunum sé áhótavant. Ég mundi álíta, að heppilegast væri að æfingar meistara- og I. flokks væm alveg séræfingar, lokað- ar öðrum, þar á ég við að þeir menn, sem koma aðeins til að skemmta sér og þegar þá langar, verði ekki á þess- mn æfingum. Ættu tvær shkar sér- æfingar að vera á viku, og svo tvær fyrir alla, og þá kappliðum gert að mæta a. m. k. á annarri æfingunni. Þá vil ég henda á að árs-æfinga- „prógrammið“ er of skipulagslítið. Það þarf að gera vissa áætlun, sem ÁRNI NJÁLSSON Arni Njáls, „viðbúinn". nær yfir allt æfinga- og keppnis- tímabilið, hvort sem það er nú ár eða &—10 mánuðir af árinu, og í þessum árs-tímaseðli verður að vera viss og ákveðinn stígandi. Það er þvi ekki nóg að skipuleggja hverja æf- ingu fyrir sig, það verður að hafa allt keppnistímabilið í huga. Það verður að vera ákveðið hókhald yfir þessa áætlun frá æfingu til æfingar, og frá viku til viku, og ennfremur yfir æfingasókn hvers einstaks leik- manns. Ég mundi leggja til, ef ég ætti að annast þjálfun, að leikmenn væm við og við þolprófaðir, það gefur vissa bendingu um það hvert stefnir með þjálfunina. Ég mundi einnig krefjast þess, að valið væri í liðið eftir æfingasókn, og því hvemig menn hafa lagt sig fram við æfingar, og að þeir væm ekki valdir nema að þeir hefðu viss- an lágmarksfjölda æfinga. Ég mundi ekki samþykkja að handknattleiksmenn, sem stunda bæði handknattleik og knattspymu, fengju að koma inn í liðið, þó að þeir hefðu stundað handknattleikinn allan veturinn, en sleppt þjálfun knattspyrmnnanna fram að þeim tíma, eða þó að þeir hefðu örfáar æfingar á bak við sig. Ég mundi segja að 25 æfingar væri lágmark, áður en keppni byrj- ar, og á ég þar við æfingar, sem em á hinu skipulagða æfingatímabili, ekki þótt menn hreyfðu sig eitthvað á hinu svokallaða hvíldartímahili. I meistaraflokki á ekki að þurfa að eyða miklum tima í það að kenna leikmönnum tækniatriði í meðferð knattar, það er þó algengt, og er ekki sérlega uppörfandi. Að sjálfsögðu þarf að halda þvi við með endur- tekningum. Mér finnst hafa verið of mikið handahóf um val í kappliðin að und- anfömu, og alls ekki tilkynnt nógu timanlega þeim sem eiga að leika. Þá er ekki gert að kalla neitt að þvi að koma saman eftir leiki og ræða um leikinn. Draga fram það sem vel er gert og eins það sem mis- tókst og finna lausnina á þvi hvað hefði verið betra. Þá vil ég benda á, að það er þýð- ingarmikið atriði að halda vel utan- um I. flokkinn, það virðist mér mjög vanrækt. Hann er þó varasjóðurinn fyrir meistaraflokk. Það hefur á- byggilega meira gildi fyrir félagið, bæði íþrótta- og félagslega, en menn gera sér grein fyrir. Það, sem ég hef viljað draga fram hér, er það, að mér hefur fundizt ráðandi of mikið skipulagsleysi á ýmsum sviðum hjá oklurr, og að það hafi sett svip á leiki okkar. Það er þvi mín skoðun, að ef ekki er æft samkvæmt ákveðnu skipulagi, og það nær ekki til einstakra leikmanna, þarf ekki að gera ráð fyrir að sá árangur náist sem menn vilja fá og stöðugt er vonazt eftir. F. H.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.