Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 21

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 21
VALSBLAÐIÐ 19 Sigurður Dagsson hef- ur sloppið inn á línu við Ajax-markið og þá er ekki að sökum að spyrja hvar knötturinn hafnar! AJAX-heimsóknin til Vals Valur gerði jafntefli við Ajax Danmerkurmeistarana, 21:21 Idrætsforeningen Ajax frá Kaup- mannahöfn kom hrngað í boði Vals og dvaldist hér frá 13. til 20. nóv. ember s.l. Ajax hefur alla tíð verið í hópi forystufélaga á sviði handknattleiks- iþróttarinnar frá því hún var skipu- lögð í Danmörku. Félag þetta hefur sigrað í Danmerkurmeistarakeppn- inni í handknattleik oftar en nokk- urt annað félag, eða alls átta sinn- um. Það hefur leikið í I. deildinni dönsku öll árin frá þvi að deilda- skipting var tekin upp, eða frá árinu 1946, að undanskildu keppnistíma- bilinu 1960—61. F.ins og að hkum lætur hefur fé- lagið jafnan átt góðum leikmönnum á að skipa og oft lagt menn til í landslið og úrval Kaupmarmahafnar. Nú fyrir skömmu völdu Danir 30 menn til æfinga undir næstu heims- meistarakeppni, sem fram fer i Sví- þjóð árið 1967. I þeim liópi, sem val- inn var, voru 5 úr Ajax. f landsleik við Norðmenn í byrjun nóvember átti Ajax 2 leikmenn. Ajax varð Danmerkurmeistari 1964, hlaut 28 stig í 18 leikjum, skoraði 382 mörk gegn 313. Varð 4 stigum á undan höfuðkeppinaut sín- um Arhus KFUM. Ajax tekur því á þessum vetri þátt í Evrópukeppni meistaraliða. f fyrstu umferð sigruðu þeir finnsku meistarana Union frá Hels- ingfors með miklum yfirburðum. LÉK HÉR FJÓRA LEIKI Liðið lék hér f jóra leiki, 2 á Kefla- víkurvelli og 2 í Hálogalandi. Fyrsti leikurinn var við Fram á Keflavíkurvelli, og var það síðasta þolraun Fram fyrir leik þess við Redbergslid í Evrópubikarkeppninni. Fram stóð sig með miklum ágæt- um og gjörsigraði gestina: 27:16. Var leikurinn hinn skemmtilegasti, um tökum á Fram sýndu þeir á og þótt Ajax tækist ekki að ná nein- ýmsan hátt góðan handknattleik. Næsti leikur var við Val að Há- logalandi, og byrjuðu Valsmenn heldur illa, og komst Ajax í 6:2 þegar i byrjun leiks. En Valsmenn jöfnuðu sig og tóku að sækja á og í hálfleik voru þeir aðeins 2 mörk undir. Um skeið i síðari hálfleik komust Valsmenn 3 mörk yfir, en Ajax átti betri endasprett og náði jafntefli 27 : 27. Var þetta góð frammistaða hjá Val, sem lofar góðu. Þriðji leikurinn var við FH að Há- logalandi. Fór svipað fyrir FH og Val, að þeir byrjuðu illa, komust 3 : 0 undir, en tóku þá að sækja i sig veðrið, sem hélzt allan leikinn, með vaxandi hraða og ákafa, svo Danir fengu ekki rönd við reist, og endaði leikurinn 35 :24. Fjórði og siðasti leikurinn var við tilraunalandsliðið og fór sá leikur fram í Keflavíkurhúsinu. Enn urðu gestir Vals að ganga sigraðir út af leikvelli og nú með mestum mun eða 32 gegn 20. ÁNÆGÐIR MEÐ MÓTTÖKUR Við brottför létu Ajaxmenn þess getið, að þeir væru mjög ánægðir Framh. á bls. 24.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.