Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 35

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 35
VALSBLAÐIÐ 33 Bikar gefmn til minnmgar um Jón Björnsson Á síðasta aðalfundi Vals afhentu Jóhann Jóhannesson og kona hans, Þómý Þórðardóttir, félaginu fagran og mjög vandaðan bikar til minn- ingar um fósturson þeirra hjóna, Jón Bjömsson, sem drukknaði á árinu 1963. Jón var mjög virkur félagi í Val og lét í öllum þeim flokkum, sem hann hafði haft aldur til, enda á'hugasamur um æfingar. .Tóhann er öllum Valsmönnum að góðu kunnur, og það var hann sem þjálfaði þriðja flokks liðið sem vann fyrsta sigur Vals 1929 og er hér skirskotað til viðtals Hermanns Her- mannssonar, sem þá var í þeim flokki. Jóhann hefur alla tíð verið mikill áhugamaðin- um íþróttir, og mörg síðari árin verið forystumaður frjálsra íþrótta í Ármaxmi. Sjálfur var Jóhann góður íþróttamaður, og lagði mest hlaup fyrir sig, og hrós- aði oft sigri á hlaupabrautinni. Þórný kona hans hefur einnig komið við sögu íþróttanna hér og þá fyrst og fremst sem úrvalsleik- fimiskona í úrvalsflokki Ármanns, á þeim dögum þegar Ármann sendi fimleikakonur sínar sem glæsilega fulltrúa íslands til annarra landa til að sýna likamsmennt okkar. Þar var hún í fremstu röð, og ef ég man rétt, var hún það á sýningum, og það tal- Brazilíu í talsverða klípu: Átti her- toginn að koma niður á leikvanginn til þess að tala við Pelé, eða átti Pelé að koma upp í heiðursstúkuna til hertogans? Hertoginn leysti sjálfur þennan vanda. Áður en leikurinn hófst, gekk hertoginn inn á völlinn til þess að þrýsta hönd snillingsins. Brazilíumenn irrðu klökkir af hrifningu. Hertoginn hefði ekki get- að gert neitt, sem fallið hefði þeim betur í geð. ar sínu máli um það álit sem á heuni var. Ef ég skil það rétt, er shk manneskja í sýningarflokki nokkurs konar „koncertmeistari" flokksins. Hugur þeirra hjóna hefur alltaf beinzt að Val með mikilli einlægni, og með þessari gjöf sinni vakir greinilega fvrir þeim að efla félagið með eggjun til allra aldursflokka að standa sig sem bezt, ná sem beztum árangri í leik sínum og list. Þennan fagra grip, sem er áreið- anlega fullur af ámaðaróskum til Vals, þakka allir Valsmenn, og vafa- laust setja aldursflokkamir metnað sinn í það að tengja nafn sitt við hann og fá það letrað á bikarinn. Hér fer svo á eftir reglugerð fyrir bikarinn. REGLUGERÐ UM „JÓNS- BIKARINN“ (STIGABIKARINN) 1. grein. Bikarinn er gefinn af Þómýju Þórðardóttur og Jóhanni Jóhannes- sjmi til minningar um fósturson þeirra, Jón Bjömsson, og skal keppt um hann í 25 ár, en að þeim lokn- um skal hann settur á verðlauna- og minjasafn Vals. 2. grein. Sá aldursflokkur innan Vals, sem hlotið hefur flest sig sumar hvert, hlýtur bikarinn og viðm-kenning- una Bezti aldursflokkur Vals í knatt- spyrnu, og skal þá leggja saman stig þeirra sveita, sem keppa fyrir félag- ið í sama aldursflokki, í opinberum mótum. 3. grein. Verði stigatala jöfn skulu mörk ráða, verði þau jöfn skal varpa hlut- kesti um það hver hlýtur bikarinn það árið. Verði sveitir jafnar að stigatölu í sama aldursflokki, ræður markatala, sé hún jöfn skal sú sveit sem fyrr er í stafrófi hljóta bikarinn. Jón Björnsson, sem hvarf of fljótt úr röðum góðra Valsmanna. 4. grein Að lokmun öllum kappleikjum stunarsins, skal afhenda bikarinn til varðveizlu fyrirliða þeirrar sveit- ar sem sigursælust hefur verið. Honum ber að afhenda bikarinn formanni Knattspymudeildar Vals eigi siðar en 1. júní næsta ár. 5. grein. Afhending bikarsins skal fara fram við hátíðlegt tækifæri, t. d. á fjölmennum fundi í þeim aldurs- flokki sem bikarinn vann. Árlega skal letra á bikarinn ald- ursflokkinn sem vann, og sér for- maður Knattspymudeildar um það. 6. grein. Bikarinn kemur fyrst til afhend- ingar eftir keppnistímabilið 1964. Valur Benediktsson á flesta leiki Sex menn hafa leikið 100 leiki og meira í meistaraflokksliði Vals í handknattleik til þessa. Hefur Valur Benediktsson leikið langflesta leiki, eða 216. Hinir eru: Sigurhans Hjartarson: 134. Geir Hjartarson: 125. Sólmundur Jónsson: 108. Halldór Halldórson: 107. Þórður Þorkelsson: 101.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.