Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 29

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 29
VALSBLAÐIÐ 27 ætti árangurinn ekki að vera lakari en hjá öðrum félögum. Svo hefur mér svolítið fxmdist skorta á aga í val. Ég hef annars- staðar kynnst því að settar væru aga- reglur, og eru þær öllum góðum fé- lögum visst aðhald. Varðar það á- stundun, reglusemi á meðan keppn- istímabilið stendur. Finnst mér að Valur ætti að taka þetta upp. Raunar eiga allir að vita, að ár- angur í íþróttum byggist á reglu- semi. Ég mundi segja, að leikmenn hafi ekki fundið hvem annan, ekki þekkt hvem annan, á. s.l. sumri. Og svo var eitthvað sem ekki var hægt að ráða við, svo og óheppni sem gerir leikinn svo óvissan og spennandi. Hvað mundir þú vilja leggja tiJ, til úrbóta? Ég vildi skora á Valsmenn að byrja snemma í vetur að byggja upp þjálfunina, og ég held því fram, að það verði að byrja i janúar og herða svo á, eftir því sem framá hður. Menn verða að mæta reglulega og stundvíslega, og þá ekki sízt meðan hinar uppbyggjandi vetrar- og vor- æfingar standa yfir. Það er ekki nóg að byrja að æfa þegar leikimir em að byrja. Þetta þarf svo að krydda með kaffikvöldum, skemmtikvöldum, spilum og tafli. Það þarf að halda hópinn, við það skapast meiri kynning og félagslíf, sem er undanfari árangursins. Vonast svo til að allt gangi vel í sumar, og óska Val alls hins bezta á komandi ári. Og svo þarf Valur þjálfara. Sjálfur hlakka ég svo til að byrja í vetur bæði úti og inni, og til næsta sumars, sagði þessi geðþekki ungi maður og lokum. F. H. Þykir þér vænt um leikfangið þitt? Vafalaust mun þér, félagi góður, finnast þessi spurning harla ein- kennileg. Hverjmn þykir ekki vænt um leikfangið sitt, tækið sem gefur ánægju og gleði. Tæki, sem er fag- urt og sem þú hefur ef til vill aflað þér með sveita þíns andlitis, eða ver- ið gefið við hátíðlegt tækifæri, eða þú eignazt fyrir atbeina samstarfs þíns við aðra menn. Sýnir þú það í verki, að þér í raun og vem þyki vænt um leik- fangið þitt, hvort sem það kann að vera stórt eða lítið? Enn verður þú, kæri félagi, sjálfsagt steinhissa hvemig er spurt. Hefur þú gert þér ljóst að þú átt eitt stærsta leikfangið á fslandi, sem þú notfærir þér oft í viku, og að sjálfsögðu nýtur þess innilega, a. m. k. heyri ég oft mikinn ánægjuklið frá þér þegar þú leikur þér. Ég hef séð þig koma úr þessum leik brosandi, sælan á svip, rjóðan í kinn og með greinilega tilhlökkun í l'asi að koma fljótt aftur. Þetta leikfang er stórt og bjart íþróttahús, grasvöllur, malarvöllur, félagsheimili, knettir o. fl. Nú skulum við spyrja nokknrra spurninga, i sambandi við umgengni þína við þetta stóra leikfang þitt. Hver og einn getur svarað fyrir sig, kannað hugarþel sitt, rannsakað „hjörtun og nýmn“, og svo lagt hönd á hjartað og svarað þannig vonandi, að hver þín athöfn sanni að þér þyki í rauninni vænt um þessi leikföng þín. Ef þú ættir ekki svona leikfang mundir þú ekki óska þess innilega að eiga slíkt? Mundir þú ekki hugsa þér að ganga hátiðlega um þennan ,,helgidóm“? Mundir þú skella hurð- um með þeim látum að midir tæki vítt um, og viðhafa hávaða og skvald- ur? Mundir þú ekki vilja halda þess- um bjarta sal þínum hreinum, og forðast að klína hann út, t. d. með barpeis, sem þú hefur látið of mikið á hendur þínar? Mundir þú yfir- leitt vilja að dökk fingraför þin sæ- ust á björtum veggjum salarins? Mundir þú ekki vilja forðast að spilla veggjum salarins, og alls ekki brjóta neitt þar með því að spyma svo harkalega við fótum í sprett- hlaupi t. d. að undan láti? Mundir þú vilja taka þátt í því að loka félaga þína inni eða úti frá klefa, og lenda síðan i átökum sem enda ef til vill með þvi að þú hefur skemmt leikfangið þitt, skemmt hurðina, hryggt félaga þinn, orðið til þess að valda hávaða og hús- brotum? Hefur þú athugað, að góð um- gengni um þetta leikfang þitt þýðir að það endist lengur, að það þarf minni vinnu við að halda þvi fögru og aðlaðandi, að þér á að þykja þvi vænna um það þvi hreinna og minna skemmt sem það er? Mundi þér ekki þykja leiðinlegt ef enginn fótknöttur væri á knatt- spyrnuæfingu, þegar þú kemur þangað fullur eftirvæntingar að fá að vera með? Mundir þú þá ekki óska að þú hefðir sótt knöttinn, sem var sparkað langt út fyrir völlinn, og enginn mátti vera að að sækja á æfingunni á undan, og glataðist? Og veiztu hvað hann kostaði? Getur þú ímyndað þér hve mörg árstillög það voru? Það er raunar margt, margt fleira sem spyrja mætti um i sambandi við viðhorfið til leikfanganna góðu. Og hvernig er það annars þegar þú ferð á æfingu eða leik, tekur þú með þér það sem þú þarft að nota á æf- ingunni? Er búningurinn þinn hreinn og þokkalegur? Eða hefur þú gleymt einhverju af homnn heima? Hefur þú áttað þig á því, hvað það er leiðinlegt að þjóta til húsvarðar- ins til að biðja um: sokk, eða buxur eða peysu eða skó? og hefur þú veitt því athygli hvað þú verður afkára- legur í þessum samtíningi ef haxm þá finnst? Og heldur þú ekki að það sé ærið. ónæði fyrir húsvörðinn að eltast við þetta kvabb? Af hverju ætti húsvörðurinn að hafa „lager“ af þvi sem þig vantar? Eða hefur þú eða aðrir þá gleymt að taka með þér heim verðmæta muni að aflokinni

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.