Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 4
2
VALSBLAÐIÐ
I skýrslu aðalstjómar er þess get-
ið, að samstarf hafi verið gott milli
aðalstjómar og deildastjómanna, en
þær sjá um rekstur deildanna
íþróttalega og fjárhagslega
Stjórnin reyndi í hvívetna að
koma deildunum til hjálpar, ef á
þurfti að halda.
I skýrslu aðalstjómar kemur fram,
að mikil nauðsyn sé fyrir félagið að
eignast sína eigin skrifstofu, til af-
nota fyrir muni, skjöl og gögn fé-
lagsins, og svo til smærri funda-
halda, fyrir stjómir og nefndir.
Segir orðrétt: „Vill stjómin enn
hvetja til þess að hafizt verði handa
og skrifstofan innréttuð hið bráð-
asta“.
FRAMKVÆMDIR
1 ár var lokið við búningsklefa í
austurendanum og áhaldageymslu.
Einnig er skrifstofan tilbúin undir
málningu og innréttingar. Er áætl-
að að ljúka því verki á næsta ári.
íþróttasalurinn var málaður, gólf-
ið lakkerað. Við það hjálpuðu hand-
boltastúlkumar mikið eins og áður.
Einnig vom böðin og búningsklef-
amir málaðir. Allar þessar fram-
kvæmdir vom undir handleiðslu
Sigurðar og Andreasar. Eiga þeir
miklar þakkir skilið fyrir þann
mikla skerf, sem þeir veita félaginu
árlega.
Hér má einnig bæta við, að ný
vatnslögn var lögð frá íþróttahúsinu
að félagsheimilinu. Verk þetta var
mjög kostnaðarsamt.
I ár var sáð í tvö stór stykki, og
verða þau mjög bráðlega tilbúin til
notkunar fyrir æfingar. Einnig var
sléttað stykki fyrir endanum á gras-
vellinum og lögð frárexmslisrör.
Keyrður að kalksandur til blöndun-
ar á moldarlagi því, sem sáð verður
í. Haldið var áfram við að fylla upp
fyrir sunnan malarvöllinn. Næsta ár
verður svo farið í, meðal annars, að
snyrta í kringum Valssvæðið. Væri
æskilegt að Valsmenn allir tækju þá
til hendinni og hjálpuðu til við það
verk.
FJÁRMÁLIN
I skýrslunni er nokkuð rætt um
fjármál félagsins, og þess getið, að
erfitt sé að finna fastan fjárhagsleg-
an grundvöll fyrir félagið, sem talið
er að hái starfseminni. Leitað var
til fulltrúaráðs félagsins, sem lofaði
stuðningi um fjáröflun til þjálfara.
Um þetta sagði ennfremur í skýrsl-
unni: „Þrátt fyrir þessar ágætu ímd-
irtektir hjá fulltrúaráðinu þá vitum
við að þessi úrlausn er ekki til fram-
búðar. Það er mjög nauðsynlegt að
finna einhvem fastan grundvöll.
'v
Islandsmeistarar kvenna utanhúss. Frá vinstri: Elin Eyvindsdóttir, Vigdís Pálsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Bára
Guðjónsdóttir, Katrín Hermannsdóttir, Sigriður Sigurðardóttir, Elínborg Kristjánsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Guð-
björg Árnadóttir, Anna B. Jóhannesdóttir. Á myndina vantar Ásu Kristjánsdóttur.